Menntamál - 01.10.1924, Page 6
2
M E N T A M Á L
hvorritveggja þörfinni, sem er fyrir blaö og tímarit, og
verifi stuttorð eins og blöð þurfa að vera, en gæðin var-
anleg, svo sem vera ber um tímaritsgreinar.
„Mentamál“ eiga að vera blað kennara, og miinu láta
sig skil'ta öll uppeldis- og fræðslumál. Blaðið mun gefa,
sjer far um að halda sjer við það efni. ]?að takmarkar að
visu kaupendafjölda, en því fastari stuðningur kennara-
stjettarinnar bætir það upp. Að því viljum vjer keppa, að
geta orðið kennurum að sem beztu liði við dagleg slörf
þeirra. Ríkið, bæjar- og sveitarfjelög leggja fje til fræðslu-
starfsins. pað er okkar kennaranna að sjá svo um, að eft-
irtekjan verði góð. Á þann bátt vinnum vjer bezt fyr-
ir hagsmuni stjettar vorrar að rækja vel skyldur vor-
ar. „Mentamál“ vilja ljá lið sitt til að efla þá þekking og
samstarf, sém þarf til að svo verði.
Ásgeir Ásgeirsson.
Viljinn.
Eftir Jules Payol.
Bók sú, sem hjer liirtast kaflar úr, hefir komið út í 20 til 30
útgáfum á Frakklandi. Ágætur háskólamaður benti mjer á hana,
er jeg dvaldi í Uppsölum; hann kvaðst engri bók eiga jafn mik-
ið að þakka. í seinni tið hefir mikið verið skrifað um efling
viljans. Uppeldið þykir um of miðað við bóknám. Umbótatil-
lögur beinast flestar í þá átt, að lögð sje meiri áhersla á sið-
ferðitegt uppeldi og verkleg kensla sje aukin. Bók Payots mun
vera í tölu þess bezta, sem um efling viljans hefir verið ritað
og mætti verða kennurum og öðrum til leiðbeiningar um upp-
eldi á sjálfum sjer og öðrum. Þar eru að vísu feldir þungir dóm-
ar, en aðalefni bókarinnar eru þó sálfræðilegar skýringar og
ráð, sem höfundurinn leggur lesendunum. 1 ])ví liggur gildi bók-
arinnar, þvi fordæmingin ein hrekkur skamt til viðreisnar.
1. Viðfangsefnið.
það var ósk Calígúlu, að höfuð allra Rómverja sætu
á einum hálsi, svo að hann gæti höggvið þau öll af með einu