Menntamál - 01.10.1924, Page 9
MENTAMÁÍ.
sprakk fallbyssukúlán um leið og luin kom niður án
þess að gera mikinn usla. En nú liafa menn fundið ráð
til að kúlan springi ekki fyr en nokkrum sekúndum eftir
að hún kemur niður; hún smýgur því inn í markið og
springur fyrst þar með ógurlegum eyðingarmætti. Slíkra
umbóta þyrfti skólakenslan. þekkingin smýgur sjaldnast
tangt inn í hugann. Nemandinn vill nema staðar stund-
arkorn. En hann fær það ekki. Áfram! ]?ú átt að komast
yfir stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, dýrafræði, jurta-
fræði, mannkynssögu, landafræði fimm heimsálfa, tvö nú-
tíðartungumál, bókmentasögu. sálarfræði, rökfræði. sið-
l'ræði, heimspekissögu o. s. frv. Haltu áfram! Miðlungs-
menskan brosir til þín. Lærðu í skólanum að líla aðeins
á yfirborðið og dæma eftir útlitinu!
Yið þetta bætist svo að tíðarandinn elur á hinu hvik-
uiasta marglyndi, og dregur úr sálarlífinu, svo að það má
stundum dautt heita. Auðveldar samgöngur og öll ferðá-
lögin tvístra hugsun vorri. Nú orðið er varla tími til leslr-
ar. Lifið er i senn hvikult og tómlegt. Dagblöðin draga
athyglina að öllum hugsanlegum atburðum um víða ver-
öld með óeðlilegum æsingameðulum. Hvernig ættum vjer
að vera öðruvisi en marglyndir, þegar tíðarandinn er
svona og uppeldið gerir ekkert til að vinna á móti hon-
um! Er það ekki raunalegt að hugsa sjer, að aðalatriði
uppeldisins, uppeldi viljans, skuli hvarvetna vera van-
rækt? Alt, sem gert er til uppeldis, stefnir að alt öðru
marki; stefnir að þvi einu, að ofhlaða skynsemina, en
viljinn er ekki efldur meir en nauðsynlegt er til þessara
minnisstarfa. Uppeldi viljans er látið liggja í láginni, og
samt er það viljinn einn, sem skapar manninn. Afbragðs
gáfur verða ófrjóar, ef vantar sterkan vilja. Hann er afl-
ið, sem skapað liefir alla tign og fegurð.