Menntamál - 01.10.1924, Qupperneq 11

Menntamál - 01.10.1924, Qupperneq 11
MENTAMÁL 7 heimtur verða tíðast í lúsaleit og þar aí' leiðandi mikil tíundarsvik i lúsaskýrslum og þeim því varlega treyst- andi. Til þess liggja ýmsar orsakir, sem ekki er hægt að rekja hjer, en reynt hefir verið að sjá við þeim hjer í harnaskólanum, til þess að fá hið rjetta fram. Lúsaskýrsl- ur sýna það eitt, að f ær r i eru lúsugu börnin ekki. þ>ær segja ineðal annars ekkert um það, Iive mörg börn voru aflúsuð heima, rjett áður en skoðun fór fram í skólanum, ef skoðunin kom ekki að óvörum. Hvers vegna eru börnin lúsug? - - Svarið liggur beint við: af því að h e i m i 1 i n eru lúsug, og þó er það ekki nema hálfur sannleikur, því að mörg börn af Júsalausum þrifaheimilum smitast í skólanum af lúsugum fjelögum. — pvi er nú ver, því að það gerir alt lúsaeftirlitið miklu erfiðara. Annars væri hægt að ganga heint að þeim heim- ilum, sem láta börnin sin blygðast og gráta í skólanum vegna óþrifanna úr heimahúsum. — pó er hitt engu sið- ur satt, að væri lúsin ekki á heimilunum, þá væri hún heldur ekki i skólanum. Heimilin eru þungamiðjan og börnin krossberarnir. Hvernig má ráða bót á þessu? Óvild. — Aðstaðan er erfið. Öllum málspört- um er hvimleitt að lúsin finst, lækni, hjúkrunarkonu, barni, kennara og aðstandendum barnsins, og tíðum fær læknirinneðah júkrunarkonaónot frá aðstandendum barns- ins í fundarlaun, og aldrei þökk, og verður þá skiljan- legra, á meðan svo er ástatt, að sumir kennarar hhðri sjer hjá að hrófla við lúsinni, á ineðan hún skríður ekki á bókunum. Hjátrú.— I öðru lagi eimir enn eftir af gamalli lijá- trú á heimilum, að lúsin „kvikni“ á börnunum „af sjálfu sjer“, einkum ef þau eru kirtlaveik og megi ekki við henni hrófla, því að hún sjúgi óholla vessa. Jeg hefi verið sþurð- ur um það i einlægni af umhyggjusamri móður oftar en einu sinni, hvort það sje ekki einhver veilu-vottur, að eiit- hvert barnið hennar ha.fi aldrei haft lús.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.