Menntamál - 01.10.1924, Side 14

Menntamál - 01.10.1924, Side 14
JO M E N T A M A L að sjálfum sjer nje öðrum. En það er fult af lýgi í fræðslu- máladeilunum. Jejf vil sjer í las»i nefna tvær stórlygar. Annari eigum við kennarar að verjast, hina ættum við að varast. Fyrri lygin er ]?að, í stuttu máli, að barnaskólar og barnakennarar sjeu til bölvunar og niðurdreps, öll ment- un sje í afturför þeirra vegna, öll mentun hafi verið betri í gamla daga, gamla fólkið betur að sjer, betur læst, bet- ur skrifaði. pað kveður svo ramt að, að jafnvel vígðir menn berja sjer á brjóst og hafa yfir þessa höfuðlygi án þess að blikna nje blána. ]?ó að t. d. hver þrítugur maður muni ærinn fjölda fólks, sem var lítt eða alls ekki læs og aldrei hafði fengið að draga til stafs, þá segja þeir þetla samt. pað er í rauninni trúarjátning og evangelium þess- arar óskamfeilnu kenningar, að bezt sje að hafa enga skóla, enga kennara, næstbezt að hafa ljelega farkenslu eða eft- irlitsnefnu, en verst sje að hafa sæmilega skóla. pessi stórlygi er svo harðsnúin og blygðunarlaus, að nýtir menn fara með hana á þingi þjóðarinnar eins og sjálfsagðan og sæmilegan hlut. ]?að er einhver hin mesta nauðsyn að koma á nú þeg- ar um alt land nákvæmri, hlutlausri rannsókn á fræðslu- og mentunarástandi barna og unglinga, svo að það geti komið á daginn, hvort það er bezt, þar sem minst hefir verið kent opinberlega, hvort þau hjeruðin standa fremst í menningu, sem mest liafa brotið fræðslulögin, hvort börnin og unglingarnir í kennaralausu hreppunum eru I>ezt að sjer. „Sparnaðar“-mennirnir ætlu að beita sjer fyr- ir slika rannsókn, ef þeir þora, svo að málsstaður þeirra mætti sigra, en ríkissjóður losna við fræðslukostnaðinn um aldur og æfi. pá cr hin lýgin. Hún er sú, i sem fæstum orðum, að skólarnir og skólakenslan sje sá eini sáluhjálplegi veg- ur, að öllu sjc borgið, ef nóg er af góðum skólum og góð- um kennurum. Heimatrúboðinn lifir og lirærist í synda-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.