Menntamál - 01.10.1924, Qupperneq 17
MENTAMAL
13
ur; var feldur niður af fjárlögum svo sem margt annað, sem ekki
er bundið með sjerstökum lögum.
pað niun vera svo i flestmn barnaskólum í bæjum og
stærri þorpum hjer á landi, að verkum er skift milli kenn-
araliðsins mest eftir námsgreinum, þar sem slíku verður
komið við. Kennarinn gengur bekk úr bekk og kennir
sömu námsgreinina hverjum hópnum á fætur öðrum.
Eru jafnvel ekki allfá dæmi til, að hann kenni eina grein
og ekkert annað.
I fyrstu liefir þella eflaust verið að ósk kennaranna.
þeir hafa treyst sjer bezt við einhverja ákveðna grein,
eina eða l'leiri, en m-iður við aðrar, og þá auðvitað viljað
vera lausir við þær. Smám saman varð þctta svo að ráð-
andi skipulagi, og auðvitað höfum vjer ekki fundið það
upp, heldur sniðið það eftir erlendri fyrirmynd, sem tíðk-
aðist, þegar komið var á fót fyrstu barnaskólum vorum,
hinum stærri. Að þessu leyti er kenslunni liagað eins og
í skólum fyrir fullorðið fólk, og skipulagið þvi bygt á þeim
grundvelli, að sálarlífi barna sje að mestu á sömu leið
háttað og fullvaxinna.
pað, sem þessari tilhögun er talið til gildis, er það fyrst
og fremst, að svo verði kraftar kennaranna best notaðir.
]7eir kenni betur þær greinar, sem þeim lætur að fást við
en liinar, þeim vinnist betur timi til að búa sig undir
kcnshi i einni grein cn mörgum, og með þessii móti geti
þeir því orðið dálitlir sjerfræðingar, hvcr á sinu sviði.
Arangurinn af þessu á svo að verða sá, að meiri og betri
trygging sje fyrir þvi, að hinn lögskipaði skamtur af þekk-
ingu komist inn í höfuðin á börnunum, eða kannske ögn
meira.
Sje nú þelta athugað hlutdrægnislaust og litið á, hvað
hlýtur að vaxa upp af þessu skipulagi i framkvæmdinni,
þá mun það verða ljóst, að höfuðáhersLan er lögð á að
afla börnunum þekkingar, lærdóms. Og það er auðvit-
að gott að þau verði lærð, en bitt þarf og að muna, að