Menntamál - 01.10.1924, Qupperneq 20

Menntamál - 01.10.1924, Qupperneq 20
MENTAMÁL 16 Hjer og þar. Skrifleg próf. Það hcfir jafnan verið Sá IjóSur á fræðslufyrirkoniulagi voru, að örðugt er að gera sjer rjetta hugmynd um árangurinn. Góðar skýrslur þarf til þess að sjá, hvar, er brýnust þörf um- bóta. í skjóli skýrsluleysisins hafa menn Ieyft sjer að fullyrða, að öllu fje sje á glæ kastað, sem varið er til fræðslumála. Á und- anförnum kennaraþingum hefir Ýerið um það rætt, að koma á skriflegum prófuin um land alt í þeim greinum, sem skriflegum prófurn verður helzt við komið og mest mark er á takandi. Yrði þá sami mælikvarði lagður á um land alt. Það mun óslc flestra kennara, að ekki verði langt að bíða framkvæmda í þessu efni. En ]jó er óráðlegt að prófa þannig í fyrsta sinni í fleirum grein- um en stafsetning og reikningi. Þá flýtur skriftin með. Sam- bandsstjórnin vinnur að því, að framkvæmd geti orðið á þessu nú þegar í vor, og er kennurum það hjermeð til vitundar gefið. Kennaraþing fyrir Norðurlönd verður hahlið i Helsingfors á Finnlandi næsta sumar i byrjun ágústmánaðar. Þingin eru haldin á fimm ára fresti sitt i hvcrju landi. Siðasta þingið var haldið i Osló sumarið 1920, 5.—8. ágúst. Þar komu rúmar þrjár þúsundir kennara. Fimm þeirra voru íslenzkir. Norræn kennaraþing hófust í Gautaborg árið 1870, og sátu ljað þing 842 kennarar, en flestir sóttu þingið í Stokkhóhni 1910, en þar voru saman komnir um sjö þúsund kennarar. Nokkur afturkippur varð í þessu af völdum ófriðar- ins mikla. En nú er búist við, að alt lcomist aftur í samt lág á þinginu i Helsingfors. Þangáð mun margan fýsa, því að talið er, að Finnar sjeu fremstir Norðurlandaþjóðanna um alt það, er snertir barnafræðslu. Rjett er að þeir íslenzkir .kennarar, sem ætla sjer að sækja þingið, tilkynni það svo fljótt sem unt er stjórn sambands íslenzkra barnakennara. Mentamál. Verð 5 kr. árg. Afgr. í Laufási, Rvík. Sími 1134. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.