Menntamál - 01.12.1924, Blaðsíða 5
MENTÁMÁL
35
hafa ]>essi höfuðatriöi í lniga: HvaSa afbrot geta talist til
þessa flokks (t. cl. hversu margháttaöur þjófnaöur getur veriö) ?
HvaSa ástæöur leiöa helst til slíkra afbrota? Hya'Sa áhrif hefir
aflírotið á þann, sem drýgir þaö? Og þann, sem fyrir því verö-
ur? Hvernig geturn vjer tamiö oss aö standast slíkar freist-
ingar? Qetur ])etta l)oöorö komiö í hága viö aörar skyldur
(t. d. sannsögli og samúö) ? Aö síöustú ber jafnan aö bregöa
upp eins skýrri mynd af tilsvarandi dygð og auðið er. Þaö má
skýra meö dæmum og lýsingum. Hvaö er drengskapur? Hvaö
er kærleikur (t. d. I. Kor. 13)? Hin æðsta hugsjón göfugs
siöferöis lokkar æskulýöinn. Nú skulum vjer taka dæmi slíkr-
ar lcenslu; — 1. Hvað er þjófnaður? Það má fleira til nefna
en ])aö aö ásælast annara eigur, Varöveita illa ])aö, sem manni
er lánað. Allar skemdir, sem valdiö er af hrekkjum. Ennfrém-
ur svik í ábataskyni o. s. frv.-Dæmin ber aö taka úr heimi
nemendanna. — 2. Hvað veldur óráövendni? Hvaða venjur?
Hvaða skapferli? Hvaöa freistingar eru tíðastar? (Fátækt og‘
ríkidæmi). — 3. Áhrif óráðvendni á skapferliö. Hvernig lýsa
þau áhrif sjer í framkomunni? —4. Þjófnaður og þjóðfjelagið.
Hvers vegna er þung refsing lögð við? Hví er þjófnaður tal-
inn svo auðviröilegur ? — 5. ITvernig getur maður daglega
tamið sjer ráövendni? — 6. Hvað er ráðvendni? Hver eru
laun ráðvendninnar (fjárhagslegt gildi, traust og virðing) ?
— Á líkan hátt má haga samtali um lýgina. Ósannsögli og
óráðvendni eru systur. Ráö skal gefa til að temja sjer sann-
sögli (foröast ýkjur og ónákvæmni o. s. frv.). Að lokum skal
!ýsa manni, sem hefir tamið sjer aö vera sannur. Mörg dæmi
úr sögunni standa þar til boða. Dæmin veröa að standa nem-
endandum skýrt fyrir hugskotssjónum, hvort sem þau eru tek-
in úr almennri sögu eöa umhverfi nemendanna. Og önnur sögu-
leg dæmi skiljast ekki en þau, sem eitthvað eiga skylt við lifs-
reynslu nemendanna. Á lífsreynslunni, þó aö lítil sje, verður að
byggja alla fræðslu um trú og siði. Kennari skyldi aldrei byrja
kenslustund á því t. d. að spyrja um „skyldur vorar við aðra“.
heldur skal byrjað eitthvaö á þessa leiö: „Hvaða orsakir liggja