Menntamál - 01.03.1945, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.03.1945, Blaðsíða 9
MENNTAMAL 59 STEFÁN SIG URÐSSON: Handavinnurúm í heimavistarskólum (Höíundur eftirfarandi greinar, Stefán Sigurðssori, skólastjóri heimavistarskólans í Reykholti í Biskupstungum, er kunnur maður í félagsskap kennara. Hann hefur verið skólastjóri við heimavistar- skóla síðan 1929, svo að liann er kunnugur jteim efnum, sem hann skrifar hér uin.) Um nokkurra ára skeið hefur handavinna verið skyldu- námsgrein í barnaskólum hér á landi. Og sjálfsagt er hún nu kennd eitthvað í þeim flestum eða öllum. En búast má við, að víða sé sú kennsla í molum eða minni en vera ætti. Þó hygg ég, að það sé ekki fyrst og fremst kenn- urunum að kenna eða áhugaleysi þeirra, heldur mun hitt fremur valda, að flest eða öll skilyrði vantar, til þess að hægt sé að sýna þessari námsgrein verðugan sóma. Mörg skólahús voru byggð á þeim tímum, þegar handa- vinnan var ekki talin með nauðsynlegum og sjálfsögðum námsgreinum skólans. Henni var því ekki ætlað neitt sérstakt rúm í skólahúsinu og ekki heldur nein áhöld. Þeirra er auðvitað hægt að afla, hvenær sem er, en þó þarf einhvern stað fyrir þau. Það má vitanlega kenna margs konar handavinnu í rúm- góðri kennslustofu, ef skápar eru fyrir áhöld og efni. Það gæti nægt í fámennum heimangönguskólum. En í heima- vistarskólum þarf að hafa sérstaka handavinnustofu með nauðsynlegustu áhöldum. í heimangönguskólunum munu nemendur tæplega stunda handavinnu oftar en tvisvar í viku, en í heimavistarskólum mun hún eitthvað vera um hönd höfð á hverjum degi, þar sem skilyrði eru til. Drengjahandavinnu, svo sem smíði og bókbandi, fylgir

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.