Menntamál - 01.03.1945, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.03.1945, Blaðsíða 20
70 MENNTAMÁL 34- gr- Þegar einhver hluti launa er greiddur í fríðu, svo sem jarðar- afnotum, húsnæði, ljósi, liita, fæði og öðru, skulu þessi hlunnindi metin árlega af yfirskattanefnd í því umdæmi, sem launþegi er bú- settur í, og matsverðið dregið frá heildarlaunum. Ákvörðun yfirskattanefndar má skjóta lil ríkisskattanefndar, sem fellir fullnaðarúrskurð í málinu. Aldurshækkanir koma jafnt á 6 árum, nema hjá starfsmönnum þeim, sem taldir eru í 3. lið 15. gr., 2. og 4. lið 16. gr. og 7. lið 29. gr., þeir fá sínar aldurshækkanir á 4 árum. (Smbr. 2. gr.) II. Með samþykkt þessara laga hafa verið gerðar verulegar bætur á launum barnakennara. Þetta er í fyrsta sinn, sem þeim er ætlað að hafa sæmileg laun. Ber að þakka bæði einstökum mönnum og stjórnmálaflokkum, er að þessum breytingum hafa unnið, og skal það ekki nánar tilgreint hér, en ekki er þó þar sömu sögu um alla að segja. Minn- ast má þess sérstaklega, hve góðan þátt Samband ís- lenzkra barnakennara og Bandalag starfsmanna ríkis 0g bæja hefur átt í framgangi málsins. Þá er og skylt að þakka milliþinganefndinni, sem í upphafi málsins skipaði kennurum á þann stað í launastiganum, sem verður eftir atvikum að teljast viðunandi. Og er þó ekki hærra risið en svo, að barnakennarar eru flestir í 9. og 10. launa- flokki, en alls eru flokkarnir 16. Af starfsmönnum, sem einnig eru í þeim flokkum, má nefna bókara í ýmsum opin- berum skrifstofum, tollverði, lögregluþjóna, símritara og póstafgreiðslumenn í Reykjavík. III. Alþingi gerði allmargar breytingar á upphaflega frum- varpinu. Flestallar miða þær til hækkunar launa, einkum þeirra launa, er hæst voru ætluð áður. Lækkanir áttu sér svo að segja engar stað nema á launum kennara. Getur ekki hjá því farið, að slíkt veki eftirtekt og reyndar

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.