Menntamál - 01.03.1945, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.03.1945, Blaðsíða 14
64 MENNTAMÁL urðu að láta líf sitt á báli,“ og er þetta óheppilega að orði komizt, því að orðinu ,,galdramanna“ er sennilega ætlað að taka til manna, sem grunaðir voru eða ákærðir um galdra. Þá er það ekki fimlegt, þegar sagt er (3. hefti, bls. 74) : „Þá gengu margir páfanna ötullega fram . . . Má þar fyrstan telja Gregoríus páfa.“ Hvers vegna er klifað á páfanafninu í stað þess að kalla manninn Gregoríus 1. eða Gregoríus mikla, eins og venjulega er gert? Yfirleitt er nokkuð þungur blær á stílnum á kirkjusögu- kaflanum. en það er kannske eins og ,,stríðskirkju“ sæmir. (Sbr. 3. hefti, 88. bls.). Nöfn og einstök orð. Mér þykir vænt um að sjá fornkunningja mína, Saló- mon, Samson og Elías, kallaða hér sínum gömlu og góðu nöfnum, en ekki nefnda Salómó, Simson og Elía. Þetta er ekki eingöngu af því, að ég vandist þessum nöfnum í æsku, heldur miklu fremur af hinu, að margir mætir menn hér- lendir hafa fyrr og síðar borið þessi nöfn; þau eru íslenzk í þessari mynd og eiga að halda henni, alveg á sama hátt og engum dettur í hug að kalla postulana Pétur og Pál sínum latnesku eða grísku nöfnum. Af sömu ástæðu þykir mér leitt að sjá og heyra talað um talentur en ekki pund í dæmisögunni á bls. 71—2 í 2. hefti. Það er mælt mál hér á landi að segja, að menn ávaxti pund sitt vel eða illa eða grafi pund sitt í jörðu, og hefur Einar skáld Benedikts- son orkt um það stórbrotið kvæði. Og ég vil ekki að nauð- synjalausu slíta sambandið milli dæmisögunnar annars vegar og ýmissa orðtækja og innlendra bókmennta hins vegar. Ljótt er orðið roðull (1. hefti, 89. bls.), en getur gefið tilefni til skemmtilegs útúrsnúnings. í venjulegu máli er orðið „eftirmaður“ ekki notað um annan en þann, sem næstur kemur. Það er því ekki rétt

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.