Menntamál - 01.03.1945, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.03.1945, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 61 Biblíusögumar nýju Ekki alls fyrir löngu hefur Ríkisútgáfa námsbóka sent frá sér 1. og 3. hefti af nýjum biblíusögum, en 2. hefti kom út í fyrra. Biblíusögur þessar eru að nokkru sniðnar eftir bibilíusögum Berggravs Óslóarbiskups, en samningu þeirra hafa eftirtaldir kennimenn annazt: Ásmundur Guð- mundsson prófessor, Hálfdan Helgason prófastur, Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, Ingimar Jóhannesson kenn- ari, Sigurjón Guðjónsson prestur og Þorsteinn Briem prófastur. Mér þykir rétt, að þessarar kennslubókar sé að nokkru getið í Menntamálum, þótt ég hafi enn ekki notað hana neitt við kennslu og standi því lakar að vígi en ella til þess að rneta hana réttilega. En ég hef rætt nokkuð um 2. heft- ið við kennara, sem hafa notað það, og fært mér bend- ingar þeirra í nyt. Efnisröðun. Efni biblíusagna þessara er nokkuð á annan veg rað- að en venja hefur verið í biblíusögum okkar. Fyrst er sagt frá fæðingu Jesú og bernskuatburðum, en síðan koma sögur Gamla testamentisins, og er gerð sú grein fyrir þeim, að móðir Jesú muni hafa frætt hann um margt úr helgum bókum þjóðar sinnar. Ég kann vel við þessa niður- röðun. Mér sýnist sem tvennt muni einkum vinnast við hana: 1) Sögur Gamla testamentiSins koma eins og af sjálfu sér og færast nær börnunum. 2) Ýmsar umdeildar sögur, eins og t. d. sköpunarsagan og syndafallssagan,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.