Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 7
isins. Verkfræðiskóli má t:. d. ekki kenna mönn- um sjálfstæði í hugsun, ef menntakerfið í heild ætlazt til þess, að þeir séu undirlægjur. Ef skóli stefnir t. d. að því að efla með mönn- um sjálfstraust, verður að koma þar á allt öðru sambandi rnilli kennara og nemenda en í skóla, sem ekki hefir jjetta að markmiði. Þar sem sjálf- stæðisandi ríkir, verður að afnema próf af liefð- bundnu tagi, svo að nemendurnir geti, nteð að- stoð kennaranna, lært „sjálfsleiðsögn",1) og [or- meltar lexíur verða að víkja fyrir sjálfsnámi og einkarannsóknum nemendanna. Þetta hefir í för með sér ótal samhangandi breytingar. Sama máli gegnir um markmið í hvaða námi sem er. Tökum t. d. hjúkrunarmenntun. Á að þjálfa hjúkrunarkonur til sjálfstæðra starfa, og þá að hvaða marki? Hvaða lækningaaðgerðum eiga þær að bera ábyrgð á? Eiga þær að koma úr skóla fullbúnar til starfs, eða er æskilegra að Jreim sé fyrst og fremst kennt að laga sig að sífelldum breytingum? Eiga Jtær að sérmennta sig og gegna sania starfi ævilangt, eða á að veita Jteim almenna Jtjálfun, sem hentar vel til tíðra starfsskipta? Það er ekki fyrr en búið er að svara öllum Jjessum spurningum, að hægt er að skilgreina inntak og aðferðir í menntun. 3. Siðan kemur að kennaranum. Innan Jress ramma, sem heildarmarkmið hvers skóla myndar, verða kennararnir að setja sér sjálíir markmið, hver í sínum verkahring, J). e. a. s. að ákveða hvernig og í hvaða tilgangi Jneir kenna námsgreinar sínar. Það er vissulega alltaf fyrsta og ahnennasta skylda kennarans að miðla Jreirri sérstöku Jækkingu, sem hann býr yfir, á Jrann hátt, að nemendur geti tileinkað sér hana. En ef skóli hefir til dæmis helgað sig Jrví mark- miði að efla framtakssemi og sjálfstæði nemenda, verður liver kennari að leggja sinn skerf til ]>css, og eins og við höfum séð, hefir Jrað bein áhrif á samband hans við nemendur og jafnframt á J^að, hvernig hann fer að ]>ví að miðla Jrekkingu sinni. Persónulegur séráhugi kennarans ræður 1) Sbr. ]>að sem síðar segir um sjálfsmat. einnig nokkru um markmið hans og getur t. d. orðið ]>ess valdandi, að hann hneigist til að laða fram hjá nemendunum einn hælileika öðrum fremur. Ef hann kennir náttúrufræði, leggur hann e. t. v. mesta rækt við að Jjjálfa athyglis- gál’una; ef hann kennir bókmenntir eða teikn- un, er honum e. t. v. mest í mun að fága með- fædda tjáningargáfu hvers nemanda. Ætlunin með öllu því, sem að framan er sagt, er að leggja áherzlu á J>að, að ef við ekki í sífellu hugleiðum og grannskoðum markmiðin og við- eigandi leiðir til að ná þeim, er hæpið að við komumst lengra en að ]>ví takmarki einu að miðla J>ekkingu eftir fyrirskipaðri námsskrá, og ]>að ]>ví fremur sem menningarhefðir okkar ýta undir ]>að af alefli. Er það ekki í rauninni hið ómeðvitaða markmið okkar að móta nemendur í okkar eig- in mynd og í samræmi við arftekna hugmynd okkar um }>að, hvað sé menntaður maður? En mér virðist, að eins og nú er ástatt, sé sjálf námsskrárhugmyndin meiningarlaus. Það, sem I>arf, er að skilgreina nákvæmlega, hvað við vilj- um gera; ]>ví að námsskráin breytist eftir því, að hvaða markmiði er stefnt. Til að skýra ]>etta atriði nánar, tek eg hér ferns konar markmið, af því að mér virðast þau svo almenns eðlis, að þau eigi við flestar námsgreinar. Sem fyrsta dæmi skulum við taka vísindagrein — tölfræði. í tölfræðikennslunni er hægt að tak- marka sig við — almenna frœðslu um tölfrœði, þar sem nem- endum er sýnt fram á, að greina má stærðfræði- leg lögmál í náttúrunni; að hending er almennt fyrirbæri og hvarvetna fyrir hendi; og að til eru tölfræðilegar aðferðir, sent beita má við rann- sókn viðfangsefna á þessunt sviðum; — tölfrccðilega framsetningu („tungumál" töl- fræðinnar), og er þá að mínum dómi um að ræða þjálfun nemenda í að orða viðfangsefnin tölfræðilega; að setja fram þekktar staðreyndir sem tölfræðilegar líkur; og að lesa úr niðurstöð- um af rannsóknum sérfræðinga; — notkun tölfrœðilegra tcekja, ]>. e. tölfræði- lega reikningstækni, gerð og framkvæmd rann- sóknaráætlana, úrvinnslu úr niðurstöðum rann- sókna, og ákvörðun óvissumarka; MENNTAMÁL 37

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.