Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 12
Þessu til viðbótar ætti að kenna honum — og til þess þarl sérstaka þjálfun í kennslustund- um — — að lesa, þ. e. a. s. að skilja hugmyndir höf- undar og lifa sig inn í þær, en það þýðir aftur að túlka þær sjálfur fyrir sjálfum sér; — að horfa á mynd og, umfram allt, sjá hana á hlutlausan og óháðan hátt, því að myndir eru oft hættulega heillandi (og þá á áhorfandinn á hættu að verða bergnuminn); — að taka persónulega afstöðu, gagnrýna og velja. Ef nemandanum er þannig veittur réttur til persónulegrar þátttöku og til ábyrgðar á eigin menntun, verður skólalífið hvort tveggja í senn, stórum athafnasamara og lýðræðislegra. 2. Að mennta œskufólli þannig, að það á full- orðinsárum hafi bœði vilja og getu lil að halda áfram að mennta sig. Það fyrirkomulag, sem hér hefir verið stutt- lega lýst, á í sjálfu sér að geta hjálpað nemand- anum til að mennta sig á fullorðinsárum; sá sem heíir lært það í skóla að nota sér öll þau tækifæri til menntunar sem til boða standa utan skóla, mun síðar á ævinni finna hjá sér eðlilega hvöt til að halda því áfram. Sarnt er þörf á því annars vegar að hvetja liinn fullorðna til að halda áfram að mennta sig og hins vegar að sjá svo um, að hann geti það. A. Menntunarviljinn. Þeim vanda, sem hér er við að fást, verður að sjálfsögðu ekki lýst í fáum orðum, og eg vildi sízt af öllu gera lítið úr þeim rniklu og áþreifan- legu erfiðleikum, sem fullorðið fólk verður að yíirstíga til þess að geta sífellt haldið áfram að mennta sig. Eitt er þó Ijóst: ef unglingurinn lýk- ur skólagöngu sinni ákveðinn í að hætta öllu námi eða a. m. k. ekki ýkja sannfærður um að hann hafi gagn eða gróða af að halda því áfram, eru litlar líkur á að lionuin takist að yfirstíga erfiðleikana, og raunar öruggt að þeir fara vax- andi. Það, sem skólinn getur lagt frarn — og verður að leggja fram — til lausnar þessum vanda, virð- ist mér óhemju mikilvægt: að sýna unglingum fram á, að nrenntun komi þeirn að haldi þegar mæta skal því, sem að höndum ber í daglegu lífi. Ef þetta á að takast, verður frá upphafi til enda skólagöngunnar að kenna nemendum að tengja þá þekkingu, sem þeir afla sér, við sína eigin reynslu.4) Menntun fullorðinna er það eins og stendur fjötur um fót, að fullorðið fólk getur ekki á íhugulan og gagnrýninn hátt tengt áþreifanlega reynslu sína í lífi og starfi við nýja þekkingu, senr er óhjákvænrilega nreira eða minna ólrlut- stæð. Þessa er að mínum dómi ekki nægilega gætt í menntun ungmenna, og eg tel að þar sé að finna orsökina til þess, að allt sem er nýtt eða nýstárlegt fullorðnu fólki — öll utan að komandi fræðsla — er ósjálfrátt llokkað undir teóríu, undir ólrlutstæða þekkingu. Ungt fólk er ekki vanið við það á kerfisbundinn hátt að tengja lögnrál við notkun, reglur við einstök til- felli, teóríu við praxís, og af þessu leiðir, að þegar unglingurinn er kominn á fullorðinsár get- ur hann eliki lengur setl það, sem hann liefir lœrt, í samband við það, sem hann er að gera; liann getur þvi eklú nýtt sér þekkingu sína og glatar lienni þess vegna smátt og smátt. í skrifum um menntun fullorðinna hefir raun- ar oft verið lögð áherzla á þetta atriði og það talið óumdeilanlegt. Hvers vegna er þessu þá ekki sinnt snemma í menntun barnanna? Við högum okkur eins og námsviðhorf barnanna væru ekkert undir kennsluháttum konrin og eins og hægt væri að ætlast til þess, að fullorðinn maður geti skyndilega tekið í notkun hæfileika, sem aldrei voru vaktir til lífs í bernsku lrans og æsku. Hér er e. t. v. skýringin á þeirri opin- berun, þeirri lausn úr læðingi, senr margur full- orðinn nraður finnur til þegar hann í fyrsta sinn frá því hann var á skólaaldri stenzt þá raun að læra eitthvað nýtt. 4) Hér veröur að gera greinarmun á reynslu nem- andans og reynslu kennarans; þegar kennarinn vitnar í hlutstæða reynslu, er oft um að ræða reynslu hans sjálfs en ekki nemandans. MENNTAMÁL 42

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.