Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 25
fullorðinnamenntun, þar sem nemendur búa yfir ólíkri reynslu og margs konar og misjal'nri þekk- ingu. Áður hefir verið drepið á nauðsyn )>ess, að miða framboð fullorðinnamenntunar ekki ein- ungis við sjálfkrafa eftirspurn, heldur leita uppi þarfir almennings og vekja hann til vitundar um þær — breyta duldum þörfum í meðvitaðar þaríir, eins og það liefir verið nefnt. Óvíða mun meiri þörf á þessu en í sambandi við borgara- námið. FjöJbreytni í framboði er licr ákaflega mikilvæg, bæði livað varðar viðfangsefni og kennsluform. Kennsla í ræðumennsku og fund- arstjórn (sem er því nær það eina af þessu tagi, sem ég veit til að fram hafi komið óskir um) er ágæt svo langt sem hún nær. Bein reynsla af fundarstörfum og öðrum skyldum hópstörfum er þó margfalt mikilvægari, en slíka reynslu er sennilega auðveldast að veita á stuttum nám- skeiðum í nánum tengslum við raunveruleg við- fangsefni daglegs lífs. II. Það er ekki ætlun mín að ræða liér almennt um skipulag fullorðinnakennslunnar sem þáttar í fræðslukerfinu í heild né heldur um ytri þarfir hennar, svo sem húsnæðisþörf og mannaílaþörf. Orfáar athugasemdir um þessi efni vildi ég þó láta fljóta hér með. ]. Ff gert er ráð fyrir sérstökum stofnunum til að annast fulforðinnamenntun, verður eitt meginhlutverk slíkra stofnana að sjálf- sögðu að standa fyrir beinni kennslu af ýmsu tagi. Annað meginhlutverk verður hins veg- ar (eins og þegar liefir verið drepið á) að vera miðstþð þekkingar og reynslu um aflt sem lýtur að efni og skipulagningu fullorð- innakennslu og að miðla öðrum, sem sinna vilja fullorðinnamenntun, af þeirri þekk- ingu og reynslu. Fullorðinnakennslan er ekki aðeins of margvísleg heldur einnig of mikilvæg til þess að æskilegt sé að nokkur einn aðili hafi liana alla með höndum. Verk- efni miðstöðvarinnar yrði því m. a. að þjálfa fullorðinnakennara; að útvega leiðbeinend- ur og heimildarmenn; að hafa milligöngu milli fjölmiðla og fjarnámsmanna, skóla og utanskólanemenda, menningarstoínana og almennings; og að beita sér fyrir samningu kennslubóka til sjálfsnáms. 2. Miðstöð fullorðinnamenntunarinnar þarf að eiga sér samastað, meðal annars kennslu- rými, ekki sízt ef hún á að sjá fyrir kennslu með venjulegu skólasniði. Flins vegar er mikilvægt, að kennslustaðir séu sem flestir og dreifðastir, bæði vegna hentugleika nem- endanna og til þess að geta tengt kennsfuna eftir þörfum við nánasta umhverfi nemend- anna. Einnig má ltenda á, að skólastoia er ekki alltaf hentugasti kennslustaðurinn. Oft getur átt betur við að kennsla fari fram á söfnum eða í félagsheimilum eða — ekki sízt ef um er að ræða vissa þætti tómstundanáms og borgaranáms — í heimahúsum. 3. Fullorðinnakennslan gerir aðrar kröfur um þekkingu og þjálfun kennarans en kennsla unglinga á skólaaldri. Jafvel þótt um skóla- nám sé að ræða, valda aldur, reynsla og námshvatir nemendanna því, að sérstakra kennsluaðferða er þörf. Hér er þó frekar um viðbótarmenntun skólakennara að ræða en um sköpun nýrrar kennarastéttar. Hins vegar ber að minnast þess, að auk kennara þarf í fullorðinnakennslunni á að halda leið- beinendum og stjórnendum sem stýra kennslunni án Jæss að kenna sjálfir. Á Jætta einkum við Jtegar „kénnararnir“ eða heim- ildarmennirnir eru sérfræðingar án reynslu af kennslustarfi. 4. Varðandi stjórn fullorðinnakennslunnar virðist mér athugandi livort Jreim fræðslu- yfirvöldum, sem á henni bera endanlega ábyrgð, gæti ekki orðið til gagns að eiga að- gang að eins konar ráðgjafarnefnd, sent i ættu sæti fulltrúar einhverra þeirra fjöl- mörgu aðila, sem Jjyrltu að láta fullorðinna- menntun til sín taka. Má þar nefna til dæmis vinnuveitendur og verkalýðssamtök, MENNTAMÁL 55

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.