Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 10
þarfir, er lokn skotið l'yrir alla framför og þró- un og þar með alla möguleika á endurmenntun; — menntun ltefir mörg önnur markmið en það, að þjálfa menn til starfa. Það er sem sagt aldrei hægt að fallast á, að menntunin sé lögð undir atvinnuvegina. Við verðum því að leita annarra úrræða, og verður síðar vikið að þeim. IV. Hvers vegna ætti menntun að vera ævilöng? Hér verða ekki tínd til öll þau rök, sem færa má fyrir ævimenntun, en þau má draga saman í stutt mál, sem hér segir: 1. Það er ekki hœgt að gera allt i skólanum. Hér kemur tvennt til. Annars vegar hefðu nemendur of mikið að gera, og þess vegna er æskilegt að haga menntuninni þannig, að nám haldi áfram eftir venjulega skólagöngu; með því móti væri hægt að draga úr því þekkingarmagni, sem verður að tileinka sér í skóla. Hins vegar er ekki hægt að afla sér í skóla þekkingar eða kunnáttu í vissum greinum, vegna þess að til þess þarf annað hvort aðstöðu, sem ekki er fyrir hendi í skólanum, eða þroska- og reynslustig, sem menn ekki ná fyrr en á íullorðinsaldri. 2. Til að skilja urnhverfi, sem sifellt er uð breytast, þarf cevilanga menntun. Að því leyti, sem inntak menningarinnar er í sífelldri þróun, er ómögulegt að öðlast gagnrýn- inn skilning á henni í eitt skipti fyrir öll. Sama máli gegnir ennfremur um þekkingu og hæfni, og að sjálfsögðu um undirbúning undir ábyrgan þegnskap. Ævimenntun er tœki (eða öllu heldur tækja- safn) en ekki markmið í sjáliri sér — tæki sem einstaklingurinn grípur til á hinum ýmsu áföng- um ævi sinnar og þroskaferils og í sérhverri stöðu, sem hann kann að skipa í þjóðfélaginu, hvort heldur út á við eða í einkalífi. V. Grundvallaratriði: Samhengi í öllu, sem hér hefir verið sagt fram að þessu, er gert ráð fyrir róttækum breytingum á inn- taki, aðferðum og uppbyggingu menntunarinn- ar. En umfram allt er gert ráð fyrir því, að fall- izt sé á eitt grundvallaratriði, sem sé, að sam- hengi skuli vera milli menntunar unglinga og menntunar fullorðinna, raunverulegt samhengi, sem allir geri sér grein fyrir. Auk þess verður hverjum fullorðnum manni að vera fært að hefja hvenær sent er nám að nýju, þar sem frá var horfið. Til þess þarf hann að sjálfsögðu að eiga aðgang að fyllstu upplýsingum um tækifærin, og hann þarf að vera sannfærður um, að jtað sé óntaks vert. Nemendur yrðu ekki eins hikandi við að hverfa úr skólunum (sem e. t. v. lægi þá ekki eins við að springa af þrengslum), ef Jæir vissu, að ótal leiðir lægju Jrangað til baka, og ættu Jrað víst, ef Jteir liafa fellt niður nánt í einhverri bóknámsgrein, að geta bætt sér upp þann mennt- unarmissi með námi í annarri grein, Jrar sem starfsreynsla þeirra kæmi að góðu gagni. Við þyrftum að geta sagt með sanni, að menn hœtti ekki námi heldur breyti einungis námsferlinum, þ. e. a. s. skiþti um takt, stefnu og aðferð i nárninu. Við komum að Jiessu síðar og tökum }>á raunhæf dæmi. VI. Hlutverk skólanna í hinu nýja kerfi Auk Jress að gegna Jjví alkunna hlutverki að sjá fyrir Jieini lærdómi og þeirri starfsþjálfun sem eru grundvöllur undir hæfni til tiltekinna starfa, verður skólakennslan að temja hverjmn unglingi að treysta meira og meira á sjálfan sig, einkum að því er varðar Jrekkingaröflun. Þar af leiðandi verður skólinn einnig að kenna nem- MENNTAMÁL 40

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.