Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 11
endum að nota þau tæki og tækifæri, sem að höndum ber, bæði eftir að skólagöngu lýkur og eins utan skóla á námsárum sjálfum: Það verður hlutverk skólans að veita á einn eða annan hátt þann undirhúning, sem til þess þarf, að full- orðið fólk hafi bœði vil.ja og getu til að halda áfram að mennta sig. Því verður þó að bæta hér við og leggja á það áherzlu, að sumra þátta í menningunni er ekki hægt að afla sér eftir skólagöngu eða utan skóla, ef skólinn liefir ekkert lagt af mörkum, ekki séð fyrir þeim „lyklum“, e£ svo má að orði kveða, sem ganga að vissum dyrum. Hér er átt við menntun í listum, tækni og borgaralegri og fé- lagslegri athöfn. Skólinn hefir þannig fjórum hlutverkum að gegna: 1. að sjá fyrir starfsmenntun; 2. að sjá fyrir grunnmenntun; 3. að kenna að nýta tækifæri til menntunar utan skóla; 4. að sjá svo um, að nemendurnir geti haldið áfram og vilji halda áfram að mennta sig, þroskast og þróast, etfir að skólagöngu lýk- ur. VII. Hvernig á skólinn að gegna þessum hlutverkum? Við skulum fyrst líta á 3. og 4. hlutverkið hvort unr sig og síðan á 1. og 2. lilutverkið sam- an og athuga hvað af þeim leiðir fyrir uppbygg- ingu, inntak og aðferðir í menntuninni. 1. Að kenna nemendum að mennta sig utan skóla. Þróun fjölmiðlanna er að þvi komin að setja úr skorðum alla menningu þjóðfélagsins, eða að minnsta kosti alla menntun. Ungt fólk íær meiri og meiri fræðslu utan skólans, en það fær enga þjálfun (nema þá af beinni reynslu) í að nýta þessa fræðslu eða að velja og haf'na a£ gagnrýni. Hér verður skólinn að bæta úr og taka að sér það óliemju stóra verkefni að kenna nemendum að nota sér þau tækifæri til menntunar, sem til boða standa utan skóla. í því skyni þarf að efla mjög kennslu með sjón- og sýnitækjum, sem og lestrarkennslu, allt frá barnaskóla og upp úr. Þetta hefir aftur sín álirif á: a) Skiþulag kennslunnar. 1 kennslunni verða að skiptast á kennslu- stundir eða stundarbil með ólíkum athöfnum — stundir þar sem kennarinn gefur skýringar og miðlar fræðslu; stundir þar sem hann kennir nemendum að ræða, skilja, gagnrýna og sálda jjær upplýsingar sem hann helir veitt þeim; og stundir þar sem nemendur læra að vinna hver fyrir sig (eða í hópum, en án kennara).3) Kenn- arinn les rninna og minna fyrir og verður rneira og meira eins konar tæknilegnr aðstoðarmaður nemendanna. Jafnóðum og nemandinn lærir að nýta mennt- unartækin og fengna fræðslu, verður liann í vax- andi mæli fær um að vinna einn, ekki aðeins á þann hátt að fara yfir það, sem kennt hefir ver- ið, og kryfja það til mergjar, heldur einnig til að læra upp á eigin spýtur greinar, sem honum hefir verið bent á sent gagnlegar en eru ekki kenndar í skólanum. b) Aðferðir. Núverandi menntakerfi styðst einkum við — forndega fyrirlestra kennarans, þar sem nem- andinn verður að lilusta (sem, að sjálfsögðu, þýðir að velja, en honunt er lítið hjálpað til þess, né er honum heldur kennt að skrifa minnis- atriði eða vinna í riti úr því, sem hann hefir heyrt); — verklega kennslu, þar sem þátttöku nem- andans er venjulega mjög þröngur stakkur snið- inn. 3) Þetta er sérstaklega mikilvægt vegna þess, að það verður æ algengara, að þegar heim kemur, sé nem- endum annað livort ekki nægilega sinnt eða þeir ekki látnir nægilega í friði, svo að það er að verða algjör nauðsyn að þeir geti unnið í skólastofunum á kvöldin. MENNTAMÁL 41

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.