Menntamál - 01.08.1971, Síða 8
sinni mjög mikilvægum þáttum, en það eru þeir
er lúta að hljómlist og rytmik. Mætti skrifa um þá
langt mál frá uppeldisfræðilegu sjónarmiði einu
saman.
Frjáls leikur úli og inni.
Börnin þroskast á margan hátt í frjálsum leik
og læra margt. Mörgurn hættir við að vanmeta
gildi leiksins fyrir börn á þessnm aldri, því að
þau eigi að fara að læra eilthvað en ckki bara
að leika sér. Menn gleyma að leikurinn er starj
barnanna, sem veitir þeim ótal jjroskakosii. Fram-
taksseini og sjálfstraust þeirra vex. Hugmynda-
flng og félagsþroski örvast. í leik endurspegla
börnin reynslu sína og athuganir á umheiminum,
t. d. í ímyndunar- og lilutverkaleikjum (þ. e.
mömmuleikjum, bílaleikjum, búðarleikjum o. s.
frv.j.Upp af einföldum ímyndunarleikjumspretta
eðlilegir og sjálfmyndaðir hópleikir, sem lúta
sínum eigin lögmálum og stuðla mjög að heil-
brigðum félagsþroska. Þótt hér sé lögð áherzla
á „frjálsan“ leik, má hér ekki skorta handleiðslu
fóstrunnar. Hennar lilutverk er að sjá um, að
viðeigandi leiklöng séu fyrir hendi, örva börnin
til leikja, halda áhuganum vakandi, fylgjast með
leiknum, koma í veg fyrir yfirgangssemi og stjórn-
senii einstakra barna, kenna þeint að skijtta jafnt
og skijrtast á, gríjra inn í leikinn á jákvæðan hátt,
ef hann er að dvína eða flosna upp, áður en
einhver leiðindi skajrast, og beina leiknum inn á
nýjar brautir. Hér reynir á hæfni, kunnáttu og
hugkvæmni uppalandans.
Mikil áherzla er lögð á að efla málþroska barna
í forskólum, og um fátt er meira rætt en þann þátt
forskólauj)jreldisins og hvernig hann skuli rækt-
ur. Hér er ekki úr vegi að minna á, að leikíöng
hafa mismunandi mikið samreeðugildi („konversa-
tionsværdi"). Rannsóknir hafa sýnt, að ímynd-
unarleikir eins og t. d. mömmuleikir og kubba-
byggingar örva börn meira til að tala saman en
flestir aðrir leikir, og kemur það heim við
reynslu þeirra, sem umgangast börn á þessum
aldri. Einnig hefur komið í ljós, að meira sam-
ræðugildi hefur að lita með litum og hnoða leir
eti að mála með vatnslitum eða klipjoa út. Rann-
sóknir þessar eru vel þess virði, að Jteim sé gaum-
ur gefinn, er vinna skal að eflingu málþroska
barna.
í 6 ára deildum ber að hafa góðan tíma til
lrjálsra leikja. Ekki má líta á þá sem Jtægilega
tómstundaiðju til Jtess að drejra tímann. Því bet-
ur sem börn fá leikjrörf sinni fullnægt á Jressu
Jjroskastigi, Jjeim mun betur gangast Jjau undir
eðlilegan skólaaga, Jjegar Jjörf krefur og tíma-
bært er.
Skaþandi föndur.
Skapandi föndur (alls konar myndgerð og
myndmótun) hefur mikið ujjjjeldisgildi fyrir börn,
er Jieim dýrmætt tæki til sjálfstjáningar og veitir
hinu viðkvæma og öra tilfinningalífi þeirra holla
útrás. Auk Jjess örvar |j;tð handlagni barnsins,
Jjroskar samhæfingu augna og handa, og er Jjví
Jjannig ómetanlegur undirbúningur undir að læra
að skrifa. Skapandi föndur á Jjví að skijja veg-
legan sess í forskólabekkjum. Athafnaþörf og hug-
myndaílug 6 ára barnsins nýtur sín hér á heil-
brigðan liátt. Litir, leir, vatnslitir, papjjír, lím,
skæri, hamar, naglar, sagir, nálar og garn og alls
konar verðlaus efni (tvinnakefli, pappaöskjur, eld-
sjjýtustokkar, tuskuafgangar o. s. lrv.) — allt Jjetta
Jjarf að vera fyrir hendi til sköpunar. Með hug-
kvæmni sinni og fóstrunnar umbreyta börnin
Jjessu efni í alls konar myndir: menn, bíla, hús,
hajlir og jafnvel heilar borgir.
Börnin Jjurfa að fá góðan tíma til að kynnast
Jjessum fjölbreytta efnivið og margs konar tækj-
um til að öðlast undirstöðutækni í meðferð þeirra.
Reynslan mun sýna, að flest 6 ára börn eru mjög
skammt á veg komin í þessum efnum. Hlutverk
fóstrunnar er að kynna Jjeint efnið og tækin,
hvetja þau til starfa, hugga og hjálpa, Jtegar illa
tekst, og samgleðjast þeim yfir unnum sigrunr
og efla sjálfstraust þeirra. Hér á lrjáls sköpun að
sitja í fyrirrúmi; bein kennsla er ótímabær. Vinna
eftir fyrirmyndum leggur liömlur á hugmynda-
flug barnanna og dregur úr trausti Jjeirra á eigin
sköpunarmátt og hæfileika og skaðar Jjar af leið-
andi sjálfstraust þeirra almennt. Föndur eftir fyr-
irmynd getur að vísu eflt vissa hjandlagni barns-
MENNTAMÁL
114