Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.08.1971, Blaðsíða 11
vigt, málband, tommustokk og tilbúna peninga í búðarleikinn. I>egar börnin hafa náð valdi á því að telja, eru þau mjög upptekin af hvers konar teningaspilum eins og ludo, domino og öðrum einföldum spil- um. Fá þau hér góða æfingu í meðferð talna. Að- ur en varir vaknar áhugi þeirra á að skrifa tölur og nota þær í sambandi við leiki sína, t. d. að skrifa niður fjölda slaga eða lengdina á borðinu, sem þau hafa verið að slá máli á. Reikningslistin er á næsta leiti. IV. Niðurlag „Þekkingin hefst með reynslunni, ekki orðum,“ sagði Pestalozzi forðum. Börnin þurfa að læra fyrst með því að horfa, hlusta og taka eftir, með því að snerta, þreifa á og handfjalla hlutina og upplifa þá. Áður en formlegt skólanám hefst, þurfa börnin ab' hafa notið mar.gvíslegrar reynslu. Sum hafa notið ríkulegrar reynslu í heimahúsum og í leikskólum, önnur sáralítillar. Hafa ber einn- ig í huga, að börnin, sem korna í 6 ára deildir, hafa ekki einu sinni öll náð 6 ára aldri, hvað þá 6 ára vitsmunaþroska. Lífaldursdreifingin er væntanlega frá 5 ára og 9 mánaða lil 6 ára og 9 mánaða. Mismunurinn á greindaraldri er þó enn- þá meiri. Er því ljóst, að hér er um mjög mis- þroska hóp að ræða. Meðal annars vegna þess álít ég, að leikskólastarfsemin eigi að mynda grundvöllinn að kennslu 6 ára barna og vera hinn eðlilegi jarðvegur, sem skólanámið vex upp af. Hið tiltölulega frjálsa starfsform leikskólans tel ég mikils virði til þess að fullnægja einstaklings- legum þörfum hins mislita hóps 6 ára barna, sem forskólabekki sækja. Ég hef hér eingöngu rætt um þátt leikskóla- starfseminnar í forskólabekkjum, þar eð sá þátt- ur er kennurum lítt kunnur. Veit ég einnig, að mér fróðari menn munu kynna þá þætti, er lúta meir að beinum undirbúningi að formlegu skóla- námi, m. a. hinum svokölluðu foræfingum. Væri mikilsvert að gerðar yrðu rannsóknir á gildi for- æfinganna og áhrifum þeirra á námsárangur nem- enda, ekki bara í bráð, heldur í lengd. Fyrir um það bil fjórum árum kom út á veg- um menntamálaráðuneytisins í Englandi viða- mikil skýrsla stjórnskipaðrar nefndar, sem fjallar um endurskoðun á skólakerfinu þar í landi. Geng- ur þessi skýrsla undir nafninu „The Plowden Re- port“. Rætt var m. a. um hugsanlegar breytingar á skólaskyldualdri og tekinn til bliðsjónar hærri skólaskyldualdur t. d. á Norðurlöndum, sem sum- ir nefndarmanna töldu til fyrirmyndar. Tillögur í þessa átt voru þó felldar á þeim forsendum, að reginmunur væri á þeirri menntun eða uppeldi, sem börn á aldrinum 5—7 ára nytu í Englandi og í þeim löndum, þar sem hærri skólaskyldu- aldur væri. í niðurstöðum skýrslunnar segir eitt- hvað á þá leið, að í Englandi fari námið í „infant schools" (fyrir 5—7 ára börn) fram aðallega í leik og skapandi starfi, en í þeirn löndum, þar sem skólaskyldualdur væri hærri, virtist slíkt skorta í upphafi skólagöngu. Töldu nefndarmenn, að leik og skapandi starfi væri fórnað fyrir formlega kennslu, vegna þess hve skólaskyldan kæmi seint. Og þeir klykkja út með jtessum orðum: „We should not want this to happen in England." Ég tek undir með þessurn ensku skólamönnum. Það má ekki koma fyrir á íslandi, að við fórnum leik og skapandi starfi fyrir formlega kennslu í lestri, skrift og reikningi á þessum aldri. Leikskólastarf- semin með leik og skapandi störf á að koma fyrst, og mynda ramma utan um forskólabekkinn. í annarri röð ketnur formlegt skólanám eftir því sem þroski einstaklinganna leyfir. Barnið sjálft og persónuþroski þess á að vera /iö'/jtðviðfangsefni forskóiabekkjar — ekki ákveðn- ar námsgreinar. MENNTAMÁL 117

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.