Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Side 14

Menntamál - 01.08.1971, Side 14
Hæfileikinn til að gera greinarmun á bókstöfum, sem hafa sömu lögun, en aðra stöðu, eins og b, d og p, byggist á 4. lið hér að framan. Að geta gert sér grein fyrir stafaröð í orði og orðaröð í setningu, byggist á eðlilegum þroska þess þáttar, sem er nefndur í 5. lið. Hver kannast ekki við barnið, sent aldrei finnur neitt, þó það sé beint fyrir framan nefið á því? Þetta barn kann að eiga í erfiðleikum með þann þátt sjónskynjunar- innar, sem nefndur er í 2. lið. Lestrarkennarar þekkja fjölda dæma um börn, sem fara vel af stað í lestrarnáminu, læra stafi og hljóð og teng- ingu og geta lesið létt, hljóðrétt orð. En þegar að því lestrarstigi kemur, að þekkja orðin án þess að þurfa að lesa þau, verður stöðnun. Barnið á í erfiðleikum með að endurþekkja orð séð í nýju umhverfi, þ. e. a. s. innan um önnur orð. Um þennan þátt fjallar 3. liður. Með því að vinna samkvæmt þessu kerfi von- umst við til að geta komið í veg fyrir eitthvað af þeim sjónskynjunargöllum, sem við vitum, að valda fjölda einstaklinga erfiðleikum við nám og störf. Einnig hafa verið útbúnar í skólanum æf- ingar til að þjálfa liljóðgreiningu og hljóðlieyrn. í gegnum umræður og blaðaskrif um kennslu 6 ára barna hefur eitt atriði gengið sem rauður þráður, og er þar ált við lestrarnámshræðsluna. Árangur af starfi Skóla ísaks Jónssonar sýnir, að þessi liræðsla er ekki á rökum reist, séu réttar kennsluaðferðir notaðar, kennsluefni tæknilega vel uppbyggt og kröfum til nemenda í hóf stillt. Kemur þetta og heim við það, sem greinarhöf- undur hefur kynnzt bæði í Svíjtjóð og í tveggja ára námi og kennslu smábarna í Bandaríkjunum. Sú lestrarkennsluaðferð, sem notuð hefur verið með beztum árangri í Skóla ísaks Jónssonar, er hin svokallaða hljóðaaðferð, sem áður er getið. Og hvernig er þá þessi lestrarkennsla? í stuttu máli byggist hún á ást lítilla barna á sögum, myndum og hermileikjum og á sköpunarþrá þeirra. Hver stafur liefur sína sögu, og sögunni fylgir mynd, sem felur í sér táknlíkingu stafsins. Börnin taka þátt í að segja söguna, „herma eftir“ hljóði stafsins, leita að hljóðinu í orðum, finna þörfina á tákni fyrir hljóðið, og síðan búa þau til stafinn úr leir eða pinnum, klippa hann út, eða prenta hann með lit og teikna um hann. Einn kennaranna hefur einnig búið til vísur um stafina. Það er erfitt að sjá, að það sé hættulegra að segja sögu um a, sýna mynd af honum og segja: „Þetta er a og hann segir a“ en að segja sögu af tófu, sýna af henni mynd og segja: „Þetta er tófa og lnin segir gagg.“ Að vísu er lestrarkennslan ekki þar með öll til lykta leidd. En það sem á eftir kemur er unnið í sama anda: fjölbreyttar, léttar lesæfingar af töflu og spjöldum, sem eru unnar á sem marg- breytilegastan hátt. Notað er stórt og greinilegt letur. Mánuðir líða, áður en börnunum er sýnd bók til að lesa í. Sennilega er ekkert nám eins alhliða þroskandi og lestrarnám. Það er einnig ágreiningsatriði með- al sérfræðinga, livort liing undirbúningsþjálfun undir lestrarnám hefur það gildi, sem margir ætla. Lestrarnámið gerir nærri allt það, sem felst í tilvitnuninni hér að framan um markmið for- skólans. Lestrarkennsla verður fyrst hættuleg, þeg- ar farið er að gera of háar kröfur til barnanna um lestrargetu og neyða þau þannig til að fást við verkefni ofvaxin þroska þeirra. Þar kemur til kasta kennarans. Hann verður að hafa skiln- ing á getu nemandans og þroska. Því miður gera foreldrar (og jafnvel kennarar) oft óraunsæjar kröfur til barna sinna í þessum efnum. Reynslan hefur sýnt, að reikning er hægt að flétta inn í flest nám 6 ára barna með góðum árangri. Hefur þetta verið gert i Skóla ísaks Jóns- sonar frá upphafi. Fyrst eru rædd almenn hugtök, svo sem stór—lítill, langur—stuttur, mjór—breiður, uppi—niðri, stærstur—minnstur, hæstur—lægstur, jafn langur—jafn stór o. s. frv. Síðan er unnið áfram með fjöldahugtök, svörun og samanburð, fjöldahugtökin tengd tölutáknum, unnið xneð röð og raðtölur og talnaröðin sýnd. Síðan nýja stærð- fræðin kom til sögunnar eru kennd hugtökin mengi og íbúar mengis. Til stuðnings Jxessari kennslu hefur skólinn yfir að ráða litmyndræm- um (slides), Jxar sem námsefnið er klætt í áhuga- vekjandi, myndrænan búning. Skriftina mun ekki fjallað um hér, enda ekki kennd 6 ára börnum, utan prentskrift, sem fylgir lestrarnáminu. MENNTAMÁL 120

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.