Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Side 16

Menntamál - 01.08.1971, Side 16
kennslumálum, og þar muni loksins kennt það, sem á vantar í öðrum deildum vegna námsskrár, er allt ætli að sliga. Rétt er að vara við slíkri túlkun á markmiði kennslu 6 ára barna. Hins vegar ber rnjög að fagna að kennsla þess aldurs- flokks hefur verið tekin upp. Hvernig til tekst í því efni byggist þó meira á kennurum og kennsluháttum en námsskrá. Það er ekki nóg að hafa ný og fagurlega orðuð (almenn) markmið að horfa á og skeggræða, ef leiðin að þeim endar í sama gamla hjólfarinu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir, í livaða augnamiði skólaaldurinn yrði færður niður, en eins og allir vita hefst fræðsluskyldan við 7 ára aldur. Ætlum við með því að lengja fræðslutíma barnanna, eða erum við bara að brúa ójtægilegt bil milli barnaheimila og skóla? Fyrra augna- miðið er tvímælalaust heppilegra, enda sýnir reynsla Skóla Isaks Jónssonar, svo að ekki verður um villzt, að það er hægt að kenna 6 ára börnum að lesa, í mörgum tilfellum einnig yngri börnum. Heilt skólaár er dýrmætur tími, sem ber að nota vel. Að kenna litlu börnunum er tæpast minni vandi en að kenna einhver vísindi í háskóla, nema síður sé. Öll framtíðarskólaganga þessara litlu einstaklinga kann að velta á fyrstu kynnum þeirra af skólanum og starfi hans. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Sé kennarinn heill og óskiptur í starfi sínu, búi við góðar aðstæður og hafi tök á viðfangsefninu, mun árangur nást. Molar I Hér er rétt að benda á það, að leikur barna er í rauninni ekki leikur, heldur ber að líta á hann sem alvarlegustu athöfn þeirra. Montaigne, RitgerÖir, 1571—80. RáS mætti finna til að kenna börnum að lesa en láta þau lialda, að þau séu aðeins að leika sér . . . Lát- um þetta nægja um lestrarnámið, sem aldrei má þvinga nemandann til né ávíta hann út af; gabbaðu hann til þess, ef þú getur, en gerðu ekki úr því skyldustarf fyrir hann. Það er betra að hann læri að lesa árinu seinna en að hann á þennan hátt fái andúð á lær- dómi. Locke, Hugleiðingar um uppeldi, 1093. Til þess að þau liafi ánægju af að læra stafina, myndi eg letra þá á hin ýmsu leikföng þeirra og hugsa upp alls kyns leiki og skemmtanir, þar sem þau komast ckki hjá því að læra stafina og bcra þá skýrt fram. Fordyce, Samtöl um menntun, 1745. Börn leggja sig af sjálfsdáðum eftir því að gera myndir á blað; ef við ýtum svolítið undir þessa til- hneigingu, án þess að hefta írelsi þeirra um of, munu börnin í leik sínurn breyta myndunum í stafi og smám saman venjast á að skrifa. Fénelon, Um mennlun dcetra, 1081. Börn læra yfirleitt fljótt og vel allt, sem þau eru ekki þvinguð til að læra . . . í öllum leikjum sínum — svo lengi sem þau eru viss um, að einungis sé um leik að ræða — þola þau möglunarlaust, og jafnvel hlæjandi, álag, sem þau ella myndu ekki þola ógrát- andi. Rousseau, Emil, 1762. Æðstu tegund vinnu er að finna í þeim störfum, þar sem verkmaðurinn vclur sér sjálfur verkefni og sctur sjálfur strangar kröfur um árangur. . . Því verð- ur varla móti rnælt, að æðsta tegund skóla og æðsta tegund samfélags væri skóli eða samfélag, þar sem vinna al' þessu tagi, sem er einnig leikur, er ríkjandi. Sir Percy Nunn, Uppeldið: staðreyndir og frmnregltir, 1945. MENNTAMÁL 122

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.