Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Síða 19

Menntamál - 01.08.1971, Síða 19
vornámsk'eiði með sama sniði og haldin hai’a ver- ið undanfarin ár, ef þeim væri gefinn kostur á því. Að höfðu samráði við foreldra nefndra barna var 3i barn innritað á 8 daga vornámskeið, sem haklið var í þrem skólum í maímánuði. Til- gangurinn með þessu námskeiði var sá að kynna börnunum skólann og gefa kennurunum kost á að athuga börnin skipulega í leik og starfi. Und- ir lok námskeiðsins var lagt fyrir börnin skóla- þroskapróf. U. þ. b. þriðjungur þessa hóps reynd- ist óskólaþroska, og var óskað einstaklingsrann- sóknar á þeirn fyrir haustið 1971. Ákveðið var af fræðsluráðinu í Reykjavík að sjá börnunum fyrir öllu efni og áhöldum, sem þau þyrftu á að halda í skólanum, bæði lil jress að allir nemendurnir hefðu ætíð nauðsynleg áhöld og efni og til að tryggja vandaða vöru á hagkvæmu verði. Fræðsluskrifstofan sá um sam- eiginleg innkaup í þessu skyni. Innli'eimt var 300 kr. efnisgjald af hverjum nemanda tvívegis á skólatímanum til að mæta kostnaðinum af efnis- kaupunum. Fræðsluskrifstofan hafði forgöngu um gerð 130 mismunandi foræfingavinnublaða og dreifði þeim til kennaranna. Þá lét skrifstofan hverjum skóla í té u. ]i. b. 150 mismunandi stensla með verkefnum í lestri og prenti, bæði fyrir nemend- urna, sem fylgdu lestraráætluninni, og hina, sem komnir voru áleiðis með lestrarnám í byrj- un kennslunnar eða fóru á tímabilinu fram úr aðalhópnum og þurftu á einstaklingsbundnum sjálfkontrólerandi verkefnum af ýmsu tagi að halda. Fyrsta hefti af lestrarkennslubókinni Barna- gaman var úthlutað ókeypis til nemendanna af Ríkisútgáfu námsbóka. Fáeinar athugasemdir Aðsóknin að forskóladeildunum sýnir, að mik- il þörf er á starfseminni og almennur vilji lijá foreldrunum að notfæra sér þessa nýju þjónustu skólanna. í Jjví sambandi er þó nauðsynlegt að benda á, hve mikilvægt er að fá árganginn í heild inn í skólana til að tryggja uppeldislegt jafnrétti, 'en nokkur hætta er á, að einmitt þau börnin, sem mest þuría á forskóla að lialda, verði útundan, ef ekki er beinlínis þrýst á for- eldra þeirra til að taka tilboði skólans. Þá er rétt að vekja sérstaklega athygli á varn- aðarþætti forskólastarfsins, sem raunar er tví- þættur, annars vegar sá sem f'elst í eðli og tilhög- un starfsins og miðar að því að veita börnum úr mismunandi uppeldisumhverfi örvandi og þroskandi nánrsaðstæður i byrjun skólagöngunn- ar án kröfu um fyrirfram skilgreindan námsár- angur í bóklegum greinum, og hins vegar hinar kerfisbundnu þroskaathuganir kennaranna á börnunum, sem leiða til þess að vitneskja um einstaklinga, Sem vikja á einhvern hátt frá því normala, berst strax til þeirra aðila, sem annast greiningu (diagnostiseringu) og námsstjórn, og gefur þeim færi á að búa þessum viðkvæmu nem- endum kennsluaðstæður við liæfi og koma þann- ig í veg fyrir uppeldismistök, sem gætu haft skaðleg álirif á námsárangur þ'eirra, félagslega aðlögun og geðheilsu síðar á ævinni. Að lokum skal vakin athygli á helztu um- kvörtun kennaranna, sem raunar var sammæli þeirra allra, sem sé að nemendafjöldinn í deild- unum væri of mikill. í umræðum um þetta vandamál nefndu kennararnir iðulega 18 nent- 'endur sem hámark í deild. Starf forskóladeildanna í vetur var nýlunda í skólahaldi borgarinnar — og landsins — sem á óefað eftir að hafa áhrif á þróun byrjunar- kennslunnar. Kennararnir unnu hið ágætasta starf við fremur óhæg skilyrði og lögðu mikla alúð við þetta nýstárlega viðfangsefni. Samstarf þeirra innbyrðis var til fyrirmyndar — einkum voru athyglisverðar þær tilraunir til „team teaching", s'em gerðar voru í nokkrum skólanna. Erfitt er að meta árangurinn af forskólakennsl- unni þetta fyrsta ár, en mikil og dýrmæt reynsla hefur fengizt, sem verða mun grundvöllur að breytingum og endurbótum á starfstilhögiin á hausti komanda. MENNTAMÁL 125

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.