Menntamál - 01.08.1971, Qupperneq 24
upp á skaítið, ef svo mætti segja, f’engið aukinn
tíma til einstaklingshjálpar, til þjálfunar í fé-
lagslegum samskiptum o. s. frv.
Árangurinn af Sesamsstræti bendir til þess,
að unnt sé að kenna ungum börnum af nálega
öllum greindarstigum talsvert meira en hefð-
bundin skoðun hefur talið, sé þess að'eins gætt
að vekja áhuga þeirra og viðhalda honum nægi-
lega vel, tilreiða efnið á hæfilegan hátt miðað
við þroska barnanna og leggja ekki mælikvarða
eldri barna fræðslu á nám forskólabarnanna.
Getum við íslendingar lært eitthvað af Sesams-
stræti? Fjölmargar þjóðir hafa hrifizt af þáttun-
um og ófáar reynt að flytja þá inn. Reynsla
þeirra ílestra virðist benda til þess, að mjög
mikið megi læra og græða á aðferðinni, sem
lögð er til grundvallar í kennslu og kynningu
þeirri, sem þáttunum er ætlað að miðla. Hitt
sýnist jafnvíst, að eíni þáttanna er tæpast unnt
að flytja milli landa, enda er það miðað við
bandarískar aðstæður í ríkum mæli. Isl'enzka sjón-
varpið hefur sýnt lofsverðan áhuga á þessari
nýjung og kynnt sér efni þáttanna og tækni, og
vonandi er, að við íslendingar munum hafa
bolmagn, írumkvæði og þekkingu til að láta lexí-
ur Sesamsstrætis opna okkur feiðir tif að semja
og miðla viðeigandi efni til íslenzkra forskóla-
barna.
♦--------------------------------------♦
Molar II
Ef smábarnaskólinn yrði almennur, gæti hann á
einni kynslóð þurrkað út þann djúpstæða menntunar-
mun, sem nú greinir stéttir þjóðfélagsins að; hann
gæti leitt al' sér þjóðfélag, þar sem alfir njóta þess
þroska til líkams og sálar, sem nú hlotnast einungis
hinum aflra bezt settu; og hann gæti fétt af okkur
þeirri skelfilegu byrði sjúkdóma, heimsku og illvilja,
sem nú hamlar framförum svo mjög.
Bertrand Russell, Um uppelclið, 1926.
Lestur, skrift og reikningur eru, þegar öllu er á
botninn hvolft, ekki jrað, sent börnunum ríður mest á.
Það er svo sem ágætt að þau læri eitthvað, en jrað,
sem virkilega skiptir máli f'yrir J)au, er að vera eitt-
hvað.
Pestalozzi, Hvernig Geirþrúður kennir
börnum sínurn, 1801.
Ekkert ætti að kenna börnum nema það, sem aldur
þeirra og andlegur styrkur ekki aðeins leyfir, heldur
krefsl.
Komenius (1592—1670), Stóra kennslufrceðin.
Við göngum út frá þeirri tilgátu, að livaða efni sem
er megi í einhverri andlega lieiðarlegri mynd kenna
með góðum árangri livaða barni sem er, á hvaða
jrroskastigi sem er.
Jerome Bruner, Menntunarferlið, 1960.
Á hvaða aldri [kennsla skuli byrjaj get eg ekki sagt
til um, j)ví að Jrroski barna er ekki bundinn við einn
tíma frekar en allt korn þroskast í senn til einnar
uppskeru.
Richard Mulcaster, Frumatriði, 1582.
Það er varla ómaksvert að tala um hinn hégómlega
metnað jjeirra, sem þrá Jrað eitt, að sagt verði, að börn
þeirra liafi orðið læs fyrr en önnur börn . . . Það sem
skiptir máli hlýtur að vera að hvaða notuni kunnáttan
kemur börnunum, ekki hvort jiau öðlast liana árinu
fyrr cða seinna.
Ricliard og Maria Edgeworth, Hagnýtl
uppeldi, 1798.
MENNTAMÁL
130