Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.08.1971, Blaðsíða 31
Nýjungar Kennari sem hefur kennt t. d. algebru Ólafs Daníelssonar í 10 ár getur að sjálfsögðu gert það skikkanlega (faglega séð), jafnvel þótt undirstöðumenntun hans sé ábótavant. Hann gerþekkir bókina og viðbrögð nemenda við henni. En ef tekin er upp nýtízkulegri kennslu- bók og kennsluhættir, breytast viðhorfin gjör- samlega og kennarinn verður etv. eins og fiskur á þurru landi. Sem betur fer gera margir kennarar sér grein fyrir þörfinni á viðbótar- og endurmenntun og ég vona að þar sé ekki eingöngu um að ræða þá kennara sem hafa sæmilega menntun fyrir. Vel menntaður kennari er einnig líklegri til að taka uþp nýjungar í námsefni og kennslu- háttum að eigin frumkvæði, bæði vegna betra yfirlits yfir kennslugreinina og etv. vegna krítískari afstöðu til eigin þekkingar. Vinnubrögð Það er reynsla mín, að menntaður kennari sé að öðru jöfnu opnari fyrir frjálsum umræð- um af hálfu nemenda en hinn, sem hefur ekki næga menntun til starfsins. Að nokkru leyti er þetta af sálfræðilegum toga spunnið (sjálfs- öryggi) og því sennilega ekki óbreytanlegt lögmál. Að öðru leyti fléttast inn í þetta við- horf kennarans til kennslugreinarinnar sem slíkrar, en þau breytast mjög með vaxandi kynnum. Þannig er það (eða hefur verið) al- geng skoðun þeirra sem hafa haft nasasjón t. d. af einhverri grein raunvísinda, að þar sé um algild sannindi að ræða. Þessi skoðun breytist mjög með vaxandi kynnum af grein- inni. Ef menn kynnast t. d. frumrannsóknum raunvísinda sjá þeir að þar gildir hið sama og á öðrum sviðum mannlegs lífs: Það sem var sannleikur í gær getur orðið lygi á morg- un. Auk þess er meinhollt að sjá viðurkennd- an þrófessor standa á gati, jafnvel gagnvart sþurningu frá aumum nýliða. Ég get ekki stillt mig um að segja hér eina dæmisögu um einkennileg viðhorf sumra starf- andi kennara gagnvart umbótum í kennsluhátt- um. í skipulagi eðlisfræðikennslunnar sem hófst nýlega í barna- og gagnfræðaskólum er lögð rík áherzla á umræður um námsefnið. Sumir kennarar hafa látið í Ijós þungar áhyggj- ur vegna þess að námsefnið veki of miklar umræður þannig að yfirferð sækist seint. Þeim hefur ekki orðið rórra við svar forsvarsmanna eðlisfræðiáætlunarinnar, sem telja þetta til hróss um námsefnið. Framangreind viðhorf kennara eru nátengd þeirri skoðun sem skól- inn innrætir nemendum og getið var um í upphafi, þ. e. að námsefnið sé lokuð, altæk heild. Lokaorð Ég vænti að lesandanum sé Ijóst af framan- sögðu að ég tel nauðsynlegt að gera róttækar breytingar á námsefni og kennsluháttum ís- lenzkra skóla. Sumir kennarar hafa komið auga á þessa nauðsyn og reyna að haga kennslu sinni samkvæmt því. Auk þess má með góðum vilja sjá merki þess að yfirvöld hafi rankað við sér. Sem dæmi má nefna hin- ar góðu viðtökur sem eðiisfræðiáætlunin hef- ur hlotið hjá fjárveitingarvaldinu. Þessi áætlun felur nefnilega ekki aðeins í sér þá einföldu breytingu að eðlisfræði verður kennd yngri nemendum en áður, heldur er um að ræða gjörbreytingu kennsluaðferða í greininni. Ef hliðstæð stefnubreyting yrði í öðrum greinum teldi ég það horfa mjög til bóta. Margar þeirra breytinga sem ég hef dreþið á, má framkvæma án þess að ytri ramma skól- anna sé breytt að ráði. Helzti fjárhagsþröskuld- urinn er því kennaramenntunin, sem ég hef þess vegna gert að sérstöku umræðuefni. Að öðru leyti þarf hér að koma til hugarfarsbreyt- ing kennara, skólayfirvalda og jafnvel foreldra. MENNTAMÁL 137

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.