Menntamál - 01.08.1971, Side 33
með nótum, og textinn, sent er á latínu, er rím-
aður. Tónsmíð þessi er hin merkilegasta, ekki að-
eins fyrir það, hve gömul hún er, heldur ekki
síður fyrir hitt, að auðsætt er, að einhver hinna
innlendu presta er höfundurinn. Gefur þetta
nokkra hugmynd um getu og kunnáttu lærðra
manna á fjórtándu öld.
Við siðaskiptin um miðja sextándu öld lagðist
hinn forni latínusöngur að mestu niður, en
lúterski kirkjusöngurinn tók við. Árið 1594 kom
út messusöngsbókin Graduale, öll með nótum,
og var það leiðandi söngbók í rúmar tvær aldir.
Sjötta útgáfa bókarinnar (1691) er merkileg fyrir
það, að Jtar er bætt við kafla í tónlræði, Jtar sem
nóturnar eru kenndar og tónstiginn útskýrður.
Varð Jtessi stutti kafli að duga sem kennslubók í
tónfræði í hálfa aðra öld.
Það er athyglisvert, að á hinu mikla blóma-
skeiði tónlistar í Evrópu á sautjándu og átjándu
öld lirakar tónlistarjiekkingu og söngiðkun á ís-
landi stórlega, svo að sennilega hefur hún aldrei
verið jafn bágborin og í upphafi nítjándu aldar.
Það var svo ekki fyrr en um og eftir miðja nítj-
ándu öld, að verulega fer að rofa lil í Jjessum
málum.
Þess er áður getið, að mun minna er vitað um
hina veraldlegu tónlist og erfiðara að rekja sögu
hennar gegnum aldirnar, Jjrátt fyrir dálítið af
handritum, sem varðveitzt hafa. Þó er vitað, að
mikið var sungið, Jjegar dansað var, og danskvæði
eru mörg til, sum mjög forn. Því miður var dans
bannaður af kirkjunnar mönnum, og hefur þá
eflaust glatazt mikið, bæði af lögum og ljóðum.
Einnig greina fornar heimildir frá því, að sungið
hafi verið við brúðkaup og önnur hátíðleg tæki-
færi. Á síðustu öld hóf hinn rnerki prestur sr.
Bjarni Þorsteinsson söfnun íslenzkra Jjjóðlaga og
vann áratugum saman að Jjessu hugðarefni sínu
og bjargaði Jjannig frá gleyntsku ómetanlegum
Jjjóðlegum verðmætum.
íslenzk Jjjóðlög hafa mörg hver nokkra sér-
stöðu. Vegna landfræðilegrar legu Islands var
Jjjóðin tiltölulega einangruð frá öðrum Jjjóðum
langtímum saman. Hinar miklu tónlistarlegu
framfarir á sautjándu og átjándu öld náðu ekki
til íslands, og af sömu ástæðu hafa fjöldi Jjjóð-
laga varðveit/t svo að segja óbreytt frá miðöldum
og til okkar daga. Þess vegna finnst okkur Islend-
ingum nú, að Jjessi Jjjóðlög hafi meira gildi, bæði
í sögulegu og sönglegu tilliti. Þau eru með eldra
sniði og fornlegri blæ en Jjjóðlög nágrannajjjóð-
anna. Áberandi einkenni íslenzkra Jjjóðlaga eru,
að mörg þeirra eru í hinni lydisku tóntegund og
oft tvírödduð. Þessi tvíröddun er að langmestu
leyti fólgin í samstíga fimmundum. Hvortveggja
eru Jjetta greinileg miðaldaeinkenni, auk hinna
skemmtilegu tak'tskipta, er oft bregður lyrir. Hér
er Jjví miður ekki tóm til að fara nánar út í Jjessi
mál að sinni, Jjó mörgu mætti bæta við, svo sent
rímunum, eða kvæðalögunum, sem er alíslenzkt
fyrirbrigði, eða Jjá hinu Jjjóðlega hljóðfæri okkar,
langspilinu.
Á síðari hluta nítjándu aldar urðu miklar fram-
farir í tónlistarmálum Islendinga. Ýmsir fóru ut-
an til tónlistarnáms, og þá aðallega til Danmerk-
ur og Þýzkalands, fjöldi kóra starfaði og lúðra-
sveitir voru stofnaðar. Söngur var strax tekinn
inn á námsskrá, er barnaskólar tóku til starfa.
Þó hafa framfarir í hinum almennu skólum ekki
orðið jafn miklar síðustu áratugina og æskilegt
væri, og eru ástæðurnar fyrir Jjví aðallega tvær.
Enn í dag hefur hver bekkur á skyldunámsstigi
aðeins einn tíma í viku í tónlist, auk Jjess sem
skortur á sérmenntuðum kennurum hefur verið
mikill. •
Árið 1930 urðu þáttaskil í sögu tónlistarfræðslu
á íslandi, Jjví Jjá var fyrsti tónlistarskólinn stofn-
aður, Tónlistarskólinn í Reykjavík. Tónlistar-
skólum fjölgar svo smám saman, og eru Jjeir nú
um 30, víðsvegar um landið. í Tónlistarskólanum
í Reykjavík starfar deild, er nelnist söngkennara-
deild og er í tengslum við Kennaraskóla íslands.
Nám í söngkennaradeild tekur Jjrjú ár, en til að
hefja nám þar gangast nemendur undir inntöku-
próf, Jjar sem krafizt er vissrar kunnáttu í hljóð-
færaleik, tónfræði og söng. Tónlistarskólinn í
Reykjavík er eini skólinn á landinu, sem rétt
hefur til að útskrifa tónlistarkennara.
Eins og áður sagði, er hverjum bekk skyldu-
námsstigsins aðeins ætluð ein stund á viku í tón-
list, og er Jjað alvarlegasta vandamálið, sem við
íslenzkir söngkennarar eigum við að stríða í dag.
MENNTAMÁL
139