Menntamál - 01.08.1971, Side 35
Kristinn Björnsson, sálfræðingur:
Vasapeningar
barna
Foreldrar spyrja oft hvernig sé bezt að haga fjármál-
um barna sinna. Varla er þó hægt að gefa einfalda
algilda reglu um þetta. Þarfir barnanna á ólíkum aldurs-
skeiðum eru misjafnar, efnahagur foreldra ólíkur og
skoðanir fólks á því, hvernig fé skuli verja, mismunandi.
Loks eru börnin sjálf misjöfn. Má vera, að fyrirkomulag,
sem hentar flestum, sé ekki heppilegt fyrir alla.
Viss meginatriði varðandi fjármál barna geta þó varla
verið álitamál. Það er nauðsynlegt að kenna barninu
skynsamlega meðferð fjármuna, og vasapeningar eiga
að vera liður í því eða tæki til þess. Hófsemi er mikilvæg
dyggð, ekki sfzt í meðferð fjármuna; hún er skilyrði efna-
hagslegrar velferðar, en einnig heilbrigði og andlegs
jafnvægis. í fjármálum skal því gæta hófs. Peningar
eru oft afl þess, sem gera skal. Með því að kenna
barni meðferð þeirra erum við að kenna því að velja
og hafna; fæstir hafa ótakmarkaða fjármuni og verða
því að ákveða, hvað þeir vilja meta mest við eyðslu
þeirra, hvort þeir vilja sinna augnabliksþörfum eða
tryggja framtið sína, hvað þeir vilja helzt kaupa af þús-
undum fáanlegra hluta.
Um þriggja eða fjögurra ára aldur fara börn að skilja
til hvers peningar eru notaðir og fá áhuga á þeim.
Fjarri fer þó, að þau skilji þá mismunandi verðgildi
þeirra eða kunni að meta, hvort hið keypta er f ein-
hverju samræmi við upphæðina, sem til þess er varið.
Þetta er þá fyrst mögulegt, þegar barnið hefur fengið
allgóðan skilning á töluhugtakinu og lært að aðgreina
stærðir og fjölda. Um 6 ára aldur læra flest börn að
telja af skilningi og geta upp úr því farið að skilja
mismun á gildi peninga. En langt er þó enn þar til þau
geta farið að meta verðlag og gera sjálf áætlanir um,
hvað sé hagkvæmt að kaupa eða hversu mikið fáist fyrir
tiltekna upphæð. Þetta þroskast smám saman á barna-
skólaaldri en misfljótt hjá einstaklingum.
Ég nefni þessi atriði um skilning á tölum og verðgildi
til að sýna fram á, að ekki er hægt að búast við, að
ungt barn sýni fyrirhyggju eða kunni að fara með vasa-
peninga án leiðbeininga. Hér er því þörf mjög góðrar
handleiðslu og stjórnar foreldra langt fram á skólaár,
lengur en margir foreldrar virðast halda.
Ég vil nú í stuttu máli skýra frá, hvernig ég tel fjár-
málum barna bezt hagað. Algengasta spurning foreldra
er: Á barnið að fá vissa vasapeninga, t. d. vikulega, eða
á það að fá peninga, þegar það þarf að nota þá, eftir
því sem aðstæður leyfa og hæfilegt er talið í hvert sinn.
Yfirleitt tel ég vissa vasapeninga æskilegri, en þetta
verður þá jafnframt að nota til að kenna barninu að
fara með fjármuni og gera eigin áætlanir. Foreldrar eiga
því ekki að vera afskiptalaus, heldur hafa strax í upphafi
vissa samvinnu við barnið og áhrif á, hvernig það ver
peningunum, þó að það fái að ráða því sjálft.
Frá því börn eru 4—5 ára mætti gefa þeim einhverja
vasapeninga. Lág upphæð, 5—10 krónur vikulega, getur
dugað. Þau mega ráða, hvort þau eyða þessu strax eða
leggja í sparibauk. Réttast er þó, og oftast auðvelt, að
telja þau á að safna nokkurra vikna kaupi og nota svo
til að kaupa leikfang eða annað, sem hugur girnist. Á
þessum aldri gera börn sér ekki grein fyrir upphæðum
eða verði, en svona söfnun kennir þeim í verki að setja
sér markmið og safna fyrir því, sem þau vilja eignast.
Söfnun fyrir hverjum hlut má þó ekki standa mjög lengi
hjá ungum börnum, gjarnan 2—6 vikur.
Þegar líður á skólaaldur, er rétt að auka vasapeninga,
en setja þá viss skilyrði um, að barnið annist ákveðin
útgjöld sjálft, kaupi t. d. pappír og ritföng, kosti bíó-
ferðir, strætisvagnaferðir og því líkt. Auknir vasapening-
ar eiga ekki fyrst og fremst að auka útgjöld foreldra,
heldur verða til þess, að barnið tekur sjálft ábyrgð á
vissum útgjöldum og lærir að velja og hafna. Mikilvægt
er, að barnið fái ákveðna upphæð frekar en eitthvað af
hendingu. Hana verður að miða við, hverjar skyldur
barnið tekur á sig á móti. Ef það á að kosta fargjöld
með slrætisvögnum og bíóferðir, verður að meta, hvað
þetta kostar á mánuði, og bæta svo við þeirri upphæð,
sem barninu er ætlað að hafa til frjálsrar ráðstöfunar
eða annarra hluta. Ef vasapeningum er eytt skjótlega
eða óskynsamlega, má auðvitað ekki gefa peninga í
staðinn til að kaupa það, sem barnið langar í. Það verð-
ur að læra að sætta sig við að hafa ekki efni á öllu og
læra af reynslunni, að ekki er hægt að kaupa tvisvar
fyrir sama peninginn. Barnið á sjálft að læra að meta,
hvort það vill t. d. ganga stutta leið, frekar en taka
strætisvagn, og hafa þá peningana til annarra hluta.
Þó að það ráði sjálft, er sjálfsagt að ræða þessa hluti
við það, ráðleggja því og hafa áhrif á hugsunarhátt þess
og gerðir. Börn geta unnið sér inn peninga, bæði með
vinnu heima hjá sér og fyrir aðra. Það á þó alls ekki
að greiða börnum íyrir ýmis viðvik, sendiferðir eða að-
stoð við húsverk, sem sjálfsagt er að þau geri sem
MENNTAMÁL
141