Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Page 36

Menntamál - 01.08.1971, Page 36
einn af fjölskyldunni. Ef um er aS ræSa meiri háttar störf eða föst skyldustörf, má þó greiða fyrir þau eða hækka vasapeninga þeirra vegna. Ættu íoreldrar þá að gera um þetta samning við barnio, þar sem það fær viss- ar skyldur gegn ákveðinni þóknun viku- eða mánaðar- lega. Ef um er að ræða teljandi tekjur af vinnu íyrir aðra, er rétt, að foreldrar hafi hönd í bagga með, hvernig þeim er varið, reyni að fá barnið til að kaupa einhverja gagnlega hluti eða safna fyrir því, sem síðar þarf að kaupa. Ég vil nú vara við fáeinum villum, sem oft eru gerðar. Ef barn er sent til að kaupa eitthvað, gefið því þá ekki afganginn af peningunum. Það á að læra að standa skil á því, sem það tók við. Greiða má þó ákveðna þóknun fyrir verkið. Látið skólabarn ekki hafa peninga til að kaupa sælgæti eða gosdrykk í stað þess að hafa með sér nesti, það er heilsuspillandi og gagnstætt regl- um flestra skóla. Látið barn ekki hafa mikið eyðslufé, t. d. til sælgætiskaupa; það stuðlar að iannskemmdum og óhollum matarvenjum og veldur auk þess öfund og óánægju jaínaldra, sem sumir gerast þó yfirborðsvinir lil að njóta góðs af. Reynið að vera ekki alltaf að suða um peninga, heldur komið fjármálum í fast horf, svo að þau þurfi ekki alltaf að vera til umræðu. í lok barnaskólaaldurs og á unglingastigi eiga börn að geta gert sér fulla grein fyrir fjárhag heimilisins. Á þessum aldri aukast þarfir barnanna, bæði raunveruleg- ar og ímyndaðar. Flestir vilja nú fara að eyða meiru til fatakaupa, skemmtana, ferðalaga, bókakaupa og margs fleira. Þá er nauðsynlegt, að góð samvinna takist innan fjölskyldunnar og börnunum sé gerð grein fyrir, hvernig fjárhagur er og til hvers tekjum sé varið. í þessu skyni geta fjölskyldufundir, þar sem rædd eru fjármál heimilis- ins, ásamt fleiru, verið æskilegir. Rétt er að gera börn- unum grein fyrir, hverjar tekjurnar eru, hversu mikið af þeim fer í skatta, húsnæðiskostnað, rafmagn, afnotagjald af sjónvarpi, síma og því líkt, kostnað við bifreið, ef um er að ræða, svo og matarkaup á mánuði. Kemur þá í Ijós, hvað eftir er til annarra nota, svo sem fatakaupa og skemmtana. Er þá betur hægt að gera áætlanir um slíkt. Þá má ræða, hvað fjölskyldan vill spara eða leggja fyrir vegna væntanlegrar fjárfestingar svo sem íbúðar- kaupa, kaupa á bifreið eða eflingar eigin atvinnurekstrar. Einnig má ræða, hvað börnin sjálf geta gert til að afla tekna eða bæta hag fjölskyldunnar með störfum heima eða annars staðar. Viðræður sem þessar munu yfirleitt auka skilning barnanna á því, hvað hægt er eða ráðlegt að leyfa sér, og margir fullorðnir munu raunar líka geta haft gott af að gera sér grein fyrir þessu. Fjölskyldufundir gætu snúizt um margt fleira en fjármál, því að margt er eins mikilvægt, en ég hef eingöngu nefnt þau af því að það er mitt verk í þessu erindi. Það er jafnan um margt að velja í lífinu, og flest þau gæði, sem við viljum fá, kosta peninga eða eru tengd MENNTAMÁL 142 fjármunum. Flestir geta aðeins veitt sér fátt eitt af því, sem þeir óska. Ekki þýðir að ætla sér að uppfylla allar óskir barnanna, það væri þeim ekki hollt, og óskirnar mundu aðeins vaxa í hlutfalli við það, sem uppfyllt er. Það verður því að læra að velja, hvað á að láta ganga íyrir og hvað á að neita sér um. Sá sem lærir skynsam- lega meðferð fjármuna lærir um leið áætlanagerð og meðvitað val. Oft er lögð áherzla á gildi sparifjársöfnunar; aðrir segja hana vafasama í þjóðfélagi, þar sem verðbólga ríkir. Verðbólga er aðferð til eignatilfærslu í þjóðfélaginu. Hún flytur fjármuni frá þeim, sem eiga sparifé til þeirra, sem eiga fasteignir og skulda peninga. Fjármálastefna íslendinga hefur því að undanförnu verið andstæð sparn- aði. Ekki er þó víst að svo verði alltaf, og hægt væri að koma í veg fyrir það óréttlæti, sem verðbólga veldur, ef sparifé væri verðtryggt og útlán bundin vísitölu. En hvað sem því líður, er sparsemi og söfnun að vissu marki hverjum einstaklingi nauðsyn. Er því rétt að hvetja börn til að safna fyrir þeim hlutum, sem kosta meira en viku- eða mánaðartekjur, þó að ekki sé ráðlegt að geyma pen- inga árum saman nema þeir séu verðtryggðir. Skilningur barna á fjármálum og skynsamlegar venj- ur í meðferð peninga, geta ráðið miklu um gengi þeirra síðar í lífinu. Þess vegna er mikilvægt, að þeim sé snemma kennd sjálfstæð hugsun og vakin ábyrgðar- kennd í sambandi við meðferð fjármuna.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.