Vorið - 01.01.1932, Side 2

Vorið - 01.01.1932, Side 2
2 VORIÐ sínu með tóbaki og áfengi, og tam- ið hafa sér allskonar annað sið- leysi. Ekkert er hryggilegra að sjá, en börn og unglinga sýna mönnum eða dýrum miskunnar- leysi og kulda, því enginn getur orðið hamingjusamur eða mikill maður í raun og veru, nema hon- um þyki vænt um allt sem lifir, og eigi löngun til að hjálpa því. Þannig var Kristur, Frans af Assisi, Sókrates, Abraham Lin- coln og margir fleiri. Nú megið þið ekki halda, að »Vorið« ætli að flytja ykkur ein- tómar prédikanir. Nei — það mun flytja fallegar sögur, kvæði, vísur, greinar um mikla og góða menn, og m. fl. En eitt verðið þið að muna, og það er, að »Vorið« getur ekki lifað nema það eigi ykkur að vinum, nema þið viljið lesa það, kaupa það, og útbreiða það. Á þessu ári koma út 8 blöð og kost- ar árgangurinn kr. 1,50. Ég treysti því að pabbi og mamma gefi ykkur þessa aura, til þess að »Vorið« megi lifa og stækka, og ef til vill flytja ykkur eitthvað, sem getur hjálpað ykkur til að lifa, og verða að góðum og nýtum mönnum. Skilið innilegri kveðju til pabba og mömmu með ósk um samvinnu um þau mál, sem »Vorið« langar til að vinna fyrir. Guð gefi ykþur öllum gott og farsælt ár! útgefandinn. Góður drengur. Saga handa skólabörnum. Skóladyrunum var lokið upp, og á að gizka fimmtíu börn ruddust út í sólskinið og frelsið með ópi og ærslum. I miðjum hópnum var ljóshærður drengur, magur og fá- tæklega til fara. Augu hans voru blíðleg, en lýstu nú einhverjum ótta eða örvæntingu, og það var auðséð, að þessi litli drengur ósk- aði sér einskis frekar en að vera horfinn úr þessum háværa hóp, en honum átti nú ekki að lánast það. í sama bili sem hann var að reyna að komast út úr hópnum, kallaði stór, rauðhærður og frekn- óttur strákur til hans: »Halló! Kristján, skárri er það nú ferðin á þér. Þú ert líklega að flýta þér heim til að fara í sparifötin, svo þú getir heimsótt hann föður þinn, það er líklega ekki svo dóna- legt herbergið, sem hann hefur núna«. Allur hópurinn fór að skelli- hlægja, en drengurinn reyndi að komast út úr hópnum, þótt það reyndist árangurslaust, því nú var hann lokaður inni í miðri þvög- unni. »Þorir þú ekki að tala við okk- ur, litli glæpamannssonur?« kall- aði einhver úr hópnum. »Við vild- um gjarnan spjalla dálítið við þig, en þú ert ef til vill hræddur um að

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.