Vorið - 01.01.1932, Blaðsíða 4

Vorið - 01.01.1932, Blaðsíða 4
4 VORIÐ hún minnist á hana. Hún segir að þú hafir átt bágt, að missa hana svona snemma, því þú varst aðeins þriggja ára þegar hún dó og síðan hefur pabbi þinn verið svona — ég á við, þá fór hann að drekka, og mamma segir, að það hafi verið drykkjuskapurinn, sem kom hon- um til að gjöra þetta — ja; — þetta, sem hann gjörði, og var settur í fangelsi fyrir. En pabbi segist vona, að hann hætti nú að drekka eftir að hann er búinn að sjá hvað af því getur hloti'zt«. Kristján litli hlustaði þegjandi á öll þessi huggunarorð, sem komu eins og læknismeðal, er mýktu og hugguðu litla harm- þrungna hjartað hans. Loksins stóð hann hægt á fætur * og labbaði af stað. »Þetta gjörði nú ekki mikið til ef þetta kæmi ekki fyrir oftar«, sagði Kristján, »en nú veit ég, að þau byrja undir eins aftur í fyrra- málið, og svo næsta dag, og á hverjum einasta degi, svo að ég fæ aldrei frið. Þú ættir bara að finna ofurlitla stund hvað þetta særir mig og hvelur«. »Nei, ég er viss um að þau hætta þessu, því pabbi minn bað mig að segja sér ef krakkarnir væru vond við þig. Hann sagðist þá skyldi koma til skjalanna«. (Framhald). Sendibréf. Kæru, islenzhu. börn! Vegna þess að við höfum heyrt, að þið væruð svo dæmalaust brjóstgóð og kennduð í brjóst um alla þá, sem eiga eitthvað bágt, datt okkur í hug að senda ykkur þessar línur. Svo er nefnilega mál með vexti, að við höfum oft lítið að borða, og e,rum því oft mjög svangir á veturna, þegar allt er hulið snjó og klaka. Þessvegna datt okkur í hug að biðja ykkur góðu börn, sem hafið nóg að borða, að kasta nú einhverju æti- legu út til okkar. Það þarf ekki að vesra mikið, því við þurfum ósköp lítið að borða. Brauðmylsna, hafragrjón, og jafnvel moðsalli þykir okkur ágætismatur, og við myndum verða ykkur ákaflega þakklátir ef þið vilduð nú gjöra þetta. En við getum ekkert borg- að ykkur fyrir þetta nema ef þið vilduð að við syngjum eitthvað fyrir ykkur í sumar, en við erum vissir um að guð launar ykkur fyrir það, og það er undarlegt hvað það getur gjört menn ham- ingjusama að vinna góðverk. Það væri ef til vill rétt að taka það fram, að bezt væri að þið létuð þennan mat einhversstaðar þar, sem við gætum verið óhultir fýrir henni kisu, t. d. væri gott að búa til svolítinn pall fyrir utan eldhús-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.