Vorið - 01.01.1932, Page 6

Vorið - 01.01.1932, Page 6
6 V 0 R IÐ þess að aðvara okkur. Hún vill ekki að við hugsum svona. Þú manst eftir sögunni, sem hún sagði okkur, um steingerfingana, sem eitt sinn voru menn, er hugs- uðu of mikið um peninga, og kom- ust ekki úr þeim álögum fyr en þeir hugsuðu meir um sannleik, réttlæti og sakleysi, einmitt það sem stúkan okkar vill innræta okkur. Eg er viss um það, að mamma vill ekki að við verðum að einhverjum steingerfingum, sem hugsa bara um að ná í peninga einsog t. d. hann Lárus bruggari, sem selur vínið. Og nú skulum við sleppa þessari viðbót, og hafa bænina einsog mamma kenndi okkur hana. — Stjúpan gekk þegjandi burtu. — Mörg ár eru liðin. Jón er orðinn kunnur rit- höfundur og orðlagður sæmdar- maður. Seinasta bókin hans heit- ir: Verkin spegla hugarfarið. Þar stendur m. a. þetta: Sá sem vill verða hamingjumaður á þegar í æsku að temja sér fagurt orð- bragð og góða siði. Hann verður að meta sál sína og sæmd meira en allt annað. Bænin hennar móð- ur minnar hefir hjálpað mér meir en allt annað til þess að verða að manni. Og það bezta veganesti', sem eg gæti gefið mínum börnum, væri hin sama bæn, beðin af sama hugarfari. Það er gjörsamlega ómögulegt að vera lífsglaður og hamingjusamur maður, nema að eiga góða samvizku. En verkin eru spegill hugarfarsi'ns. — Verk- in tala sínu þögla máli. Þau vitna um það, hvernig þú hugsar, hvers þú biður og þau fylgja þér út yfir gröf og dauða. o Maithias fochumsson. Barnasálmurinn sem hér fer á eftir er orktur af þjóðskáldinu fræga Matthíasi Jochumssyni, og þótt hvert barn á íslandi hafi vafalaust heyrt hans getið, er ekki víst að þau viti öll hversvegna okkur ber að halda minni'ngu hans á lofti, og hvað það er, sem hann hefur gefið okkur, og ókomnum kynslóðum. Þessvegna vill »Vorið« með örfáum orðum vekja athygli ykkar á þessum ágæta syni ís- lenzku þjóðari'nnar, og ef til vill síðar á fleiri slíkum mönnum. Matthías Jochumsson er fæddur að Skógum í Reykhólasveit 11. nóv. 1885 og ólst þar upp hjá ágætum foreldrum. Snemma hneigðist hugur hans að bóknámi, og snemma mun hann hafa farið að yrkja. Hann fór síðan í skóla og að námi loknu gjörðist hann prestur. Lengi var hann prestur i Odda á Rangárvöllum. Þar sem Sæmundur fróði var prestur mörgum öldum áður, en síðar varð hann prestur á Akureyri og dó þar. En séra Matthías varð ekki

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.