Vorið - 01.04.1932, Síða 2
26
VORIÉ)
Ég veit aá betra ei þykir þér
að þiggja dýra gjöf frá mér
en vissu þá að elsku amma
mér er svo kær sem pabbi og mamma.
Að marga stund ég minnist þín.
Þín mynd sem geisli huga skín.
Ég bænir þínar ber í hjarta
um bjartan dag og nóttu svarta.
Svo legg ég þetta litla bréf
í lófa þinn og koss þér gef,
þeim kossi fylgir hjarta og hugur.
— Þér hlífi guð minn almáttugur.
Hann blessi þér þín elliár
svo aldrei mæti harmur sár,
og leiði þig í ljósið bjarta
er lokast brá og stöðvast hjarta.
1911. M. R.
Málleysingjar.
Eitt af því dýrmætasta, sem
okkur hefur verið',gefið er málið.
Við getum taláð hvert við annað,
við getum kvartað ef við finnum
til, eða ef okkur líður eitthvað
illa. Við getum sagt frá, ef ein-
hverjir hafa verið vondir við okk-
ur, og beðið um hjálp þegar við
þurfum hjálpar við. En það eru
aðrir, sem geta ekkert af þessu,
og það eru dýrin. Þau geta ekki
sagt neinum frá því þegar þeim
líður illa, þegar þau finna til eða
þegar þeim leiðist. Þau geta ekki
kvartað þótt þau séu barin og
farið illa með þau á margan hátt. \
Þau geta ekki einu sinni grátið,
en samt finna þau til eins og við y
mennirnir. Þau geta verið svo
hrygg, og sorgbitin eins og við,
að þau myndu gráta ef þau gætu
það. En þau geta líka verið glöð,
og það eru þau oftast þegar þau
hafa nóg að borða, og þegar
mennirnir eru ekki vondir við
þau. En það er meinið að menn-
irnir eru ekki nógu góðir við þau,
þessa vesalings mállausu vini okk-
ar, sem okkur hafa verið fengnir
til að ráða yfir, í því trausti að
við værum þeim góðir. Ég veit að
þið viljið öll vera góð við dýrin. >
Þau launa ykkur það eins og þau
geta, en til vonar og vara ætla ég
að biðja ykkur öll, sem þessar lín-
ur lesið, að láta það aldrei spyrj-
ast eftir ykkur, að þið farið illa
með nokkurt dýr, smátt eða stórt,
en reynið aftur á móti að taka
svari þeirra og verja þau fyrir
illri meðferð, og sýna þeim ein-
læga ástúð hvar sem þau verða á
vegi ykkar. Reynið af öllum mætti
að útrýma þeirri villimennsku,
sem því miður á sér enn stað, að
farið sé illa með dýrin. Setjið
ykkur í spor hestsins, sem barinn 1
er með þungum svipuólum, þótt
hann taki á öllum sínum kröftum
til að vinna fyrir manninn, sem
er að berja hann. Setjið ykkur í
spor hundsins, sem er bæði
skammaður og barinn, þótt hann