Vorið - 01.04.1932, Page 7
vofcii)
31
eins. Hann þorði ekki að lina á
sprettinum fyrr en hann var kom-
inn út úr skóginum, enda var
hann þá að springa af mæði. En
þegar hann leit við, þá sá hann til
allrar guðslukku, engan mann, en
hann vildi þó hraða ferð sinni
sem mest, og þótt mesta hræðslan
væri nú farin af honum, þá skalf
hann þó og nötraði alla leiðina
heim.
En þegar heim kom, skammað-
ist hann sín fyrir að segja nokkr-
um frá þessum atburði, og fór
heldur einförum á meðan hann
var að jafna sig. En rétt á eftir
varð honum litið út um stofu-
gluggann, og verður hann þá bæði
hræddur og hissa, því eftir vegin-
um kemur maðurinn, sem var að
elta hann úti í skóginum, og
stefnir heim að húsinu. »Er hús-
bóndinn heima?« spurði ókunni
maðurinn húskarl einn, er kom í
sama bili út úr fjósinu. En í sömu
svifum kom faðir Jóhanns út, því
hann hafði heyrt spurningu ó-
kunna mannsins. »Nei — nú er ég
alveg hissa«, mælti hann, »þetta
er þá Georg hestakaupmaður!
Hvernig fóruð þér að rata hingað
i gegnum skóginn?«
»0, jæja«, sagði sá ókunni. »Ég
spurðist fyrir um leiðina, og rétt
þegar ég var kominn á veginn,
sem mér var vísað á, sá ég dreng,
sem ég elti svo inn í skóginn«.
Hestakaupmaðurinn hló, og hélt
síðan áfram: »En þegar við vor-
um komnir inn í miðjan skóginn,
tók strákur víst eftir því, að ég
veitti honum eftirför, og tók til
fótanna alveg eins og ég væri
annaðhvort ræningi eða mannæta.
Ég reyndi að kalla til hans, og
segja honum að hér væri engin
hætta á ferðum, en þá fyrst varð
hann hræddur fyrir alvöru.
Jóhann vildi ekki heyra meira,
en læddist sneyptur burt.
Þegar hann fékk að vita, nokkr-
um dögum síðar, af hverju Gréta
litla hafði orðið veik, strengdi
hann þess heit að hræða aldrei
nokkurn framar, hvorki menn eða
skepnur. Nú var hann búinn að
reyna það sjálfur hvað það var að
verða hræddur og hann játaði það
fúslega með sjálfum sér, að æfin-
týrið í skóginum hefði sannarlega
verið réttmæt hegning.
(Mit Elad),
<fr. --
Gaman og alvara.
Kennslukona í sunnudagaskóla
einum bar upp eftirfarandi
spurningu fyrir nemendum sín-
um.
»Hvað er það, sem mér ber að
vera þakklátur fyrir?« og spurn-
ingunni áttu börnin að svara
skriflega næsta sunnudag.
Næsta sunnudag komu öll börn-
in með svör sín, og voru þau mörg
einkennileg og barnaleg, sem við