Vorið - 04.11.1933, Blaðsíða 4

Vorið - 04.11.1933, Blaðsíða 4
52 VORIÐ um kvöldið, fann bún Frfðu i rúm- inu, en eldur logaði glatt á ofnin- um og borðið var hlaðið með alls- konar góðnm mat. Og litlu systur ætlaði hún ekki að þekkja, þar sem hún sat f hlýju fallegu fötunum sínum með brúðuna i fanginu. — Mamma starði undrandi á þetta allt saman, en Frfða lét ekki standa á sér að segja alla söguna. En það bezta af öllu var það að faðir Elínar útvegaði pabba hennar atvinnu og þegar hann fékk fasta atvinnu hætti hann að leggja lag sitt við hina slæmu drykkjufélaga sina, en kom i þess stað alltaf beint heim frá vinnunni. Hann hætti að drekka, og varð góður faðir og heimilisfaðir. Mrmma gat nú verið heima og sinntbæjar- verkunum og hugsað um börnin sín, og Friða fékk fallega þykka kápu með loðskinnsköntum, eins og bana hafði alitaf langað til. Hvaða borganöfn eru þetta? Skýring á felumynd í síðasta tbl. Snúið þægri hlið upp, sést þá einn skátinn undir rót trésins hægra megin. Snúið síðan vinstri hlið upp, sjást þá hinir undir trjánum, annar undir rót neðra trésins, en hinn undir efra trénu. Það sem öll skólabörn þurfa að vita, Að koma æfinlega á réttum tima f skólann. Pað er léiðinlegt að þurfa að flýta sér svo mikið að maður komi lafmóður inn f skóla- stofuna. Hitt er þó enn verra að koma ekki fyr en kennslustund er byrjuð. Að koma æfinlega þveginn og greiddur í skólann, þokkalega klædd- ur með hreínan vasaklút. Að sýna öllum skólasystkinum sfnm nærgætni og drenglyndi bæði i 8amstarfi og leikjum. Að leysa þau verkefni, sem þeim eru fengin að vinna, bæði f skól- ; anum og heima, eins vel og hverjum er unnt. Að leiðbeina og hjálpa ætið öll- um þeim, sem eru uiinni máttar og vera þeim til fyrirmyndar. Að ganga prúðmannlega bæði út og inn og fara svo vel með alla muni skólans, eins og þau ættu þá sjálf. Að sýna öllum kurteisi á götum úti og hvar sem þau koma. Að neyta aldri neinna eiturnautna hvorki áfengia né tóbaks. Að fara snemma að hátta ög sofa svo þau komi ekki syfjuð i skólann á morgnana. Að fiytja hlýju og samúð á milli skólans og heimilis síns. mr Pið, sem ekki hafið greitt »Vorið«. Munið að gera það þegar þið fáið þetta blað.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað: 7. Tölublað (04.11.1933)
https://timarit.is/issue/301449

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. Tölublað (04.11.1933)

Aðgerðir: