Vorið - 04.11.1933, Blaðsíða 3

Vorið - 04.11.1933, Blaðsíða 3
VORIÐ 51 klæða sig, og svo fylgdi Elfn benni heim. Hún leiddi Fríðu alla leiðina, og var alltaf að fullvissa hana um að hún hefði gert þetta óviljandi. En Fríðu fannst sér liða illa og svar- aði fáu. Loksins komust þær heim, og Elín fylgdi henni inn. Hún varð alveg hissa, þegar Fríða sagði benni að mamma sin væri að heiman i vinnu allan daginn, og að enginn skyldi vera heima til að taka á móti Friðu þegar hún kæmi úr skólanum. >En legðu þig nú útafc, sagði hún, >ég skal leggja i ofninn fyrir Þig«- >Víð eigum engan eldivið<, sagði Fríða. >En verður ykkur þá ekki kalt ?< spurði Elín undrandi. >Jú — en — Pegar Fríða var háttuð tnundi hún fyrst eftir þvi að hún hafði gleymt að sækja litlu systur sína, sem venjulega var bjá einhverju góðu nágrannafólki þangað til hún kom úr skólanum. En Elfn sagði að hún skyldi ekki hafa neinar áhyggjur út af því. >Eg skal sækja litlu systur þfna<, sagði hún. Friða hafði víst sofnað. Pað var farið að rðkkva. Hún reis upp í rúm- inu og leit i kringum sig til að vita hvort hún sæi ekki systur sfna. En þá mundi hún eftir öllu sem við hafði borið, og að Elin var að sækja hana, og nú varð bún hrædd yfir þvi að þær skyldu ekki vera komnar. Pá heyrði bún fótatak f stiganum Hún fór að hlusta, og þekkti mál- róm litlu systur sinnar. Pað var tekið um hurðarhandfangið og eftir augnablik stóð litla systir við stokk- inn. >Frfða, sjáðu hvað eg er búinn að fá!« hrópaði hún. Friða gat ekki trúað sínum eigin augum, þvi að litla systir bennar var í nýjum fötum frá toppi til tá- ar, og augu hennar ljómuðu eins og ofurlitlar sólir er hún rétti Frfðu Ijómandi fallega brúðu sem hún hélt á. >Nei — en — <, sagði Friða. En þá tók hún eftir Elinu og við hlið hennar stóð einhver ókunnug frú, sem hlaut að vera móðir henn- ar. — Nú var kveikt Ijós Og nú fóru gestirnir að týna allteina böggla npp úr stórri körfu sem þær höfðu meðferðis. slika auðlegð og alls- konar gæði hafði Frfða aldrei séð f einu lagi. Og það kom vatn í munninn á henni, er hún sá allar kræsingarnar sem upp úr körfunni komu. >Nú skalt þú vita, hvort þú hef- ur ekki lyst á einhverju<, sagði ó- kunna konan, og rétti henni smurt brauð og mjólk í glasi er þær höfðu komið með. Að þvi búnu settist hún niður og horfði á eftir hverri brauðsneiðinni á eftir annari ofan i Friðu. Pegar mamma hennar kom heim

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað: 7. Tölublað (04.11.1933)
https://timarit.is/issue/301449

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. Tölublað (04.11.1933)

Aðgerðir: