Vorið - 04.11.1933, Blaðsíða 8

Vorið - 04.11.1933, Blaðsíða 8
56 voRie Tilgamans og fróðleiks. Pétur: (Stendur á sokkaleistunum við dyrnar á skólastofunni). »Má eg skreppa inn í skólastofuna?* Kennarinn: »Til hvers Pétur minn?« Pétur: «Eg ætla að sækja skóna mína svo að eg þurfi ekki að ganga á sokkaleistunum inn«. — o — o—o — Kennslukonan: »Efað 11 kindurstanda fyrir utan túngarðinn og 6 stökkva inn á túnið. Hvað eru margar eftir fyrir utan?« Pétur: «Engin«. Kennslukonan: «Jú, jú Pétur minn«. Pétur: «Nei alls. engin. Pað getur vel verið að þér séuð góðar í reikn- ingi, en eg sé að þér þekkið kindurnar ilia«. —o—o—o— í ræðu einni, sem auðmaðurinn og mannvinurinn Carnegie hélt fyrir Norður-Ameríkönskum stúdentum komst hann meðal annars svo að orði: Pað er ekki heimili miljónaeigend- anna eða annara slórlaxa, sem senda frá sér uppfynndingarmennina, píslar- vottana, stjórnmálaskörungana, skáldin listamennina og kennarana. Nei þeir koma venjulega frá alþýðunni. Af nöfn- um þeim, sem ódauðleg hafa orðið, eru aðeins fá, sem ekki eru fráalþýð- unni komin, og oft úr hreysum fá- læklinganna. —o—o—o— Á legstein yfir lítilli stúlku voru þessi orð eitt sinn rituð: »Pað var auðveldara að vera góður þegar hún var hjá okkur«. Árið 316 fæddist í Ungverjalandi maður, er síðar gekk undir nafninu Marteinn frá Tours. Hann varð síðar klausturstofnandi og kærleiksríkur mann- vinur. Eitt sinn mætti hann gömlum manni, sem var að deyja úr kulda. Pá skar hann sundur kápuna sína og gaf manninum annan helminginn. Seinna hvíldi slík helgi yfir kápu þessari, að hún var geymd eins og helgidómur í dómkirkjunni í Tours, og var sér- stakur maður látinn gæta hennar. Kápa er capa á latínu og maðurin sem átti að gæta hennar var nefndur kapelán, og þaðan er komið orðið kapelán, sem nú er notað um aðstoðarpresta. »Ja svei! Pú hefur ekki skó á fót- unum og þó er pabbi þinn skósmiður«. »Þú skalt nú ekki láta raikið. Litli bróðir þinn hefur engar tennur ög þó er pabbi þinn tannlæknir*. Kaupendur eru beðnir að láta af- greiðsluna vita ef þeir fá ekki blöðin með skilum og ennfremur að tilkynna bústaðaskifti. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.