Vorið - 01.01.1935, Page 2

Vorið - 01.01.1935, Page 2
VORÍÖ II rjú Það er kaldur vetrarmorgun seint á jólaföstu. Gunnar í Seli, 14 ára piltur, var snemma á ferli, því að hánn hafði lítið sofið um nóttina, og beið því morgunsins með óþreyju. Og nú viljið þið auðvitað fá að vita hvað það var, sem hélt vöku fyrir Gunnari, en fyrst ætla ég þó að segja ykkur ofurlítið meira um hann. Foreldr- ar hans voru fátæk hjón með mörg börn, sem bjuggu nú, þegar þessi saga gerðist, í Seli, fremsta bænum í dal einum á Norður- landi. Gunnar var farinn að hafa áhyggjurútaf basli foreldra sinna, eins og títt er um fátæka ung- linga, og vildi gjarnan geta létt eitthvað undir með þeim. Nú hafði hann heyrt að kaupmaður- inn í þorpinu gæfi vel fyrir rjúp- ur og datt honum þá undir eins í hug að freista nú gæfunnar, og gerast rjúpnaskytta. Faðir hans var gömul skytta, en hann var ekki vel hraustur þennan vetur, og treystist ekki til að stunda veiðiskapinn, og því var það, að Gunnar hætti ekki fyrr en hann fékk leyfi foreldra sinna til þess að freista gæfunnar með rjúpna- veiðarnar. Og nú stóð hann á hlaðinu í Seli, ferðbúinn með byssu um öxl. Faðir hans lagði honum margar lífsreglur, og móð- ir hans kalaði á eftir honum; »Farðu nú gætilega með byssuna, Gunni minn«. Helst hefðu þau bæðikosið að hann hefði ekki ráð- ist í þennan veiðiskap. En þau höfðu ekki getað staðist þrábeiðni hans, og svo var þörfin fyrir peningana svo rík, að það mátti varla slá hendinni á móti slíku. Gunnar hljóp við fót upp á hálsinn sunnan og ofan við bæ- inn. Hann ætlaði að fara fi'am í lítinn þverdal, sem lá austur úr aðaldalnum. Það var sambland af vígariug og löngun til að hjálpa foreldrum sínum, sem gerði hann svo létían í spori, og hann var farinn að telja það saman í hug- anum, hvað hann þyrfti að skjóta margar rjúpur til þess að gota keypt þetta og þetta, sem honum datt í hug. En honum datt aldrei í hug að hann væri að gera hinum litlu hvítu fjallabúum neitt illt með þc ssu, og þó var Gunnar ekki slæmur drengur. Þegar hann var kominn upp á hálsinn fór hann að svipast um eftir rjúpunum. En hann mátti ganga góðan spöl frameftir dalnum án þess að koma auga á nokkra rjúpu, en er hann kom fram að IUagili sá hann aHstóran hóp upp með gil- i.iu. Jíarm reyndi að nálgast hóp- inn hægt og gætilega. Hjartað barðist um af eftirvæntingu og vígahug. Loksins er hann þóttist komfnn nógu nálægt, miðaði hann og skaut. Rjúpnahópurinn flaug á burt í dauðans ofboði, með tíð- um vængjatökum — nema ein —,

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.