Vorið - 01.01.1935, Page 6

Vorið - 01.01.1935, Page 6
6 VORIÐ Lestrartími hjá ömmu. (Guðrún J. Vigfúsd. Minni-Árskógi hcfur gert myndina). Eirikur: Ert þú að hnýsast í bækurnar mínar! Þú ert falleg stelpa! Katrín: Hún lá nú opin á borð- iilu þegar ég var að leggja á borð- ið svo að ég komst ekki hjá því að sjá hana. Eiríkur: Já, það hefur verið endursagnabókin. En þú ættir að sjá ritgerðabókina mína. Ég gæti trúað því að þeir væru ekki marg- ir, sem skrifuðu eins góðar rit- gerðir og ég. Það er lítill vandi að skrifa það sem aðrir segja, en hitt gengur mörgum ver, að semja sjálfir það sem skrifa á. Níels: Það er þá bezt að sjá hvað þú ert duglegur. En þú ert ef til vill ekki eins góður að skrifa sendibréf. Eiríkur: Sendibréf? Jú, það máttu reiða þig á. Ég er viss uni að þaö skrifar enginn í allri sókn- inni eins góö sendibréf eins og ég, og þó víðar væri leitað. Níels: Þetta er gott að heyra. Ég þarf einmitt að skvifa Andrési frænda, og biðja hann að koma hingað. Nú ætla ég að biðja þig að semja bréfið, ég skal skrifa það. Katrín, komdu með pappír, penna og blek. (Katrín sækir það). Eiríkur gengur hnakka- kertur um gólf á meðan. Níels: Nú er ég tilbúinn. Eiríkur: Góðan daginn. Níels: Góðan dag'inn! ? Eiríkur: Já, góðan daginn. Katrín: Ha, ha, ha. Hann heid- ur að það eigi að byrja bréfið með því að segja: góðan daginn. Eiríkur: Já, auðvitað. Níels: En væri ekki betra að

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.