Vorið - 01.01.1935, Qupperneq 9

Vorið - 01.01.1935, Qupperneq 9
VORIÐ 0 töfrar og laðar mann að sér, vek- ur hinar helgustu og göfugustu tilfinningar í brjósti manns og fyllir sálir manna unaði og sælu- kennd. Ljótleikinn hrindir manni burtu frá sér, vekur viðbjóð og hryllingu. Falleg manneskja get- ur lifað svo óheilbrigðu lífi, að sál og líkami sýkist, að fallegur líkami sýkist, afskræmist og rotni sundur; já, verði öllum að viðbjóði. — Fagurt sálarlíf getur líka spillzt svo það verði hræði- lega ljótt. Byrjunin á því, sem af- skræmir allan líkamann, getur verið örlítil bóla. Byrjunin á því, sem afskræmir sálarlíf mannsins og- gerir það Ijótt, getur líka ver- ið örlitill ósiður, sem upprunalega er aðeins fikt eöa kæruleysis at- höfn. — Margir, sem verða að ó- mennum og vondum mönnum, byrja þannig: Þeir byrja á því að veita sér meinleysislegar en skaðlegar nautnir, byrja á því að reykja. Þetta vekur löngun í fleiri óhollar nautnir, svo fara menn að drekka, þar lenda þeir í vondum félagsskap, þar gera þeir og segja það sem þeir skammast sín fyrir, svo verða þeir að ljúga að ást- vinum sínum. Nú missa þeir virð- ingu fyrir sjálfum sér, þeir eru orðnir ómenni. Þar næst lenda þeir í fjárhagserfiðleikum, þeir svíkja í viðskiptum og stela oft beinlínis. — Og nú eru þeir orðn- ir ljótir menn, í orðsins sönnustu merkingu Ijótir. — Það er ógur- lega mikill munur á Ijótu og fall- egu lífi. Til þess að lifa fögru lífi, þurfa menn að hugsa um það, sem er fagurt, elska það, sem er fagurt og temja sér fagra siði. — Það vilja engir vera ljótir, en þeir varast ekki fyrstu sporin, sem leiða til ógæfunnar. Til þcss að varast þau, er það gott fyrir óreynda æsku, að fylgja ráðum þeirra manna, sem reyndir eru og vandaðir. —- Ungu vinir. Munduð þér leggja út á ís, sem þið hefðuð séð brotna undir fót- unurn á mörgum öðrum, er þann- ig hefðu farizt. — Því þá að byrja nokkru sinni á því, sem orðið hefur milljónum manna til ósegjanlegrar eyrndar. Munið, að fegurðin er dóttir Guðs og lífið í samfélagi við hana. Pétur Sigurðsspn. Eitu frá þér, Karl! Klukkan flýtir sér ef þú gerir þetta. —

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.