Vorið - 01.01.1935, Síða 15

Vorið - 01.01.1935, Síða 15
V 0 RIÐ eldra, sem bjuggti í vönduðum húsum. — — Nu var hann á leiðinni niður bakkann. Hann mátti til að fara þangað, þrátt fyrir allt. Það var svo langt síðan að hann hafði rennt sér á svellinu. Loksins var hann kominn alla leið niður að víkinni. Félagar hans tóku vin- gjarnlcga á móti honum, og hvöttu hann til að koma út á svellið og renna sér, og lét hann ekki segja sér það tvisvar, þrátt fyrir götin á tréskónum. En hér lá fiskur undir steini. Drengirnir voru búnir að halda fund með sér áður en Kristján kom, og- nú skyldu þeir sannarlega gera sér gaman af »larfa«, en fyrst átti hann að fá að skemmta sér svo- lítið, svo þegar færi að dimma, átti skemmtunin að hefjast. Hávaðinn á víkinni fór heldur vaxandi en minnkandi, og eftir því sem rökkrið færðist yfir óx gleðin og hávaðinn meir og meir, jafnvel Kristján hreifst með, og reyndi að hafa eins hátt, að minnsta kosti og aðrir. — En allt í einu heyrðist hvellt blístur. Það var Emil, sem gaf merkið- Og í einni svipan réðist allur flokkurinn á Kristján. Hann féll, sparkaði og hljóðaði. En það var allt árangurslaust. ótal hend- u.r lyftu honum upp og lögðu af stað með hann. Drengirnir kölluðu hver í kapp við annan, að sjálfsagt væri að kasta honum í gamla brunninn eins og Jósef forðum, þar gæti hann svo legið og látið sér líða .vel. Það væri gott handa honum, betlaranum. Emil, sonur dýra- læknisins og Óli, sonur klæðsker- ans, voru verstir. Þeir tóku ó- mjúkt á honum, og voru ekki að hugsa um þótt götunum á buxna- ræflunum hans fjölgaði dálítið. Kristján var hættur að grát'a, en hann titraði allur og skal frá hvirfli til ilja. Hann þekkti gamla brunninn vel. Hann var ekki mjög djúpur; en — —• Æ, nei, þið megið ekki gera það«, hrópaði hann.' En það stoðaði ekkert. Drengirnir voru miskunnarlausir, og með ópi og óhljóðum köstuðu þeir honum niður á ísinn í brunn- inum. (Framh.). Maurarnir og musterið. Eitt sinn þurfti konungur hvítu mauranna að fá sér landskika, en svo hittist á, að á landinu, sem hann vildi fá, stóð stórt og fagurt musteri, byggt úr tré. Maurakon- ungurinnkallaði saman alla þegna sína, og bað þá að fylgja sér til musterisins og rífa það. Presturinn, sem bjó í muster- inu, sá til ferða þeirra, og þegar maurakonungurinn sagði honum, hvert erindi þeirra var, rak prest- ur upp skellihlátur. »Litlu, vesalings heimskingjar«, sagði hann. »Hvernig ætlið þið, þessi örsmáu, litlu skorkvikindi, að rífa niður stóra og sterka

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.