Vorið - 01.12.1941, Síða 6

Vorið - 01.12.1941, Síða 6
76 V.O R I Ð króna eftir fyrir skó handa Elínu. — Það var 9 krónum of lítið. „Hvernig fer ég að segja þeim það“, hugsaði móðirin. Hún var svo hrygg, að henni lá við gráti vegna Elínar. Henni fannst svo sárt að geta ekki efnt loforðið. En fyrir kvöldið hafði hún ákveð- ið, hvernig hún ætti að segja börnunum frá þessu. Hvorug systirin tók neitt eftir því, að móðir þeirra væri neitt áhyggjufull meðan hún þvoði þeim- og háttaði. En þegar þær voru komnar í rúmið, tók hún þessa einu krónu hélt henni í hendinni og sagði: „Sjáðu Elín! Þú verður að bíða eitthvað ennþá eftir skónum, hér sérðu alla peningana, sem ég á afgangs. Ég vonaði alltaf, að ég mundi eiga eftir nóg fyrir skóna, en nú skul- um við gleðjast yfir, að það var nóg fyrir mat og eldivið. Vertu nú ekki leið Elín mín! Með guðs hjálp fæ ég einhverja atvinnu milli hátíðanna. Og þú og Sigga skulu samt fara niður í þorpið og máta skóna. Svo færið þið kaup- manninum þessa einu krónu, og biðjið hann að taka þá frá, þar til við getum greitt þá. Það verður vonandi ekki langur tími þangað til“. Þögular og undrandi hlustuðu systurnar á mömmu sína og mændu á þessa einu krónu. Von- brigðin voru sár. En Elín litla vildi ekki láta und- an. Hún fór að gráta. „Eg vil fá þá með mér heim, mamma. — Eg hlakkaði svo mikið til að fá þá“. „Við getum ekki fengið þá án peninga“, sagði móðirin alvarlega. „Já, en ef kaupmaðurinn vill nú lána mér þá?“ En þá blandaði Sigga sér í málið. Hingað til hafði hún setið alveg þegjandi. En nú segir hún hátt og ákveðið við systur sína: „Nei, við getum ekki fengið skóna, nema að greiða þá að fullu, Elín!“ „En englarnir geta það“, segir Elín allt í einu og brosir gegnum tárin. „Englarnir geta gefið mér þá, þó að ég hafi enga peninga“. Móðirin gat ekkert sagt, hún sneri sér undan og þurrkaði sér um augun. Það varð hlutskipti Siggu að skýra málið aftur: „Elín! Fyrst þarf mamma að fá vinnu, og svo færðu skóna auð- vitað fyrir nýár. Skilurðu það ekki?“ Þetta var greinilegt. En Elín skildi það ekki. Hún breiddi bara sængina yfir höfuðið. Og úr þessu fylgsni bað hún kvöldbæn, sem heyrðist skýr og innileg undan sænginni: „Góðu englar! Látið þið Elínu fá skó á aðfangadagskvöld- ið“. Hinum megin x dalnum var stór- býli Fjalldfxls óðalsbónda, Þar var

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.