Vorið - 01.12.1941, Page 11

Vorið - 01.12.1941, Page 11
V O R I Ð Nora Thorstensen: Einbúinn í Bjarkadal (H J. M. endursagöi) Friðrik og Karl höfðu fengið jólaleyfið fyrr en þeir bjuggust við, en það kom til af því, að einn kennarinn hafði veiksj, og nú voru þeir báðir komnir upp í Bjarkadal, en þar átti Karl heima, og þar ætluðu þeir nú að halda heilög jól og hvíla sig frá skóla- náminu. Bjarkadalur var ekki venjuleg- ur bóndabær, heldur dálítið þorp, samnefnt dalnum er það stóð í, sem risið hafði upp í kringum sögunarmyllurnar, sem faðir Karls veitti forstöðu. Hann hafði farið að heiman fyrir nokkrum dögum í verzlunarerindum, og var ekki von á honum heim fyrr en á að- fangadag, en þá komu drengirnir eins og þeir væru kallaðir til þess að hjálpa til í jólaannríkinu. Þeir hjuggu niður eldiviðinn, og léttu á margan hátt undir með full- orðna fólkinu. Morgunn einn, skömmu fyrir jól, vaknaði Karl mjög snemma. Honum datt þá allt í einu nokk- uð í hug; hann vissi ekki hvort hann hafði dreymt um þetta, en hann mátti til að tala um það við ffiömmu sína undir eins, þótt hún væri ekki komin á fætur. Hann stökk fram úr rúmi sínu og lædd- ist hljóðlega inn í svefnherbergi móður sinnar. Móðir hans varð undrandi þeg- ar hún sá hann standa framan við rúmstokkinn, en áður en hun gat nokkuð sagt mælti Karl: „Ég hef verið að hugsa um hann Erling, hvernig líður hon- um?“ „Já, Erlingur; ég man það núna, að það er nokkuð langt síð- an hann hefir komið hingað, en eins og þú veizt, þá er það gamall siður, að hvert heimili hér í þorp- inu sendir honum eitthvert lítil- ræði fyrir jólin“. „Já, ég fer til hans í dag. Frið- rik kemur með mér“. „Það er allt of langt fyrir ykk- ur að ganga í svartasta skamm- deginu og í slæmu færi. Bíðið heldur þangað til á morgun, þá getið þið fengið Blakk gamla lán- aðan og ekið upp eftir“, sagði móðir hans. Þessu svaraði Karl engu, en gekk inn til Friðriks og vakti hann, og er þeir höfðu ræðst við nokkra stund var það fastákveðið,

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.