Vorið - 01.12.1941, Page 13

Vorið - 01.12.1941, Page 13
V O R I Ð 83 af ferðum þeirra fyrr en á fjórða degi, þá verða þeir þess. varir, að' þeir voru orðnir villtir. Um kvöldið lögðust þeir til hvíldar í þeirri von, að þeir myndu komast á rétta leið með morgninum, og í þeirri trú sofnuðu þeir. — En nú get ég varla sagt þér það, sem á eftir fór. — Þetta var í óbyggðun- um upp af Austurdal, og þarna voru veiðimenn í nánd, og meðal þeirra var Erlingur, faðir Árna. Þeir voru að elta fullorðinn elg, og á flóttanum hljóp elgurinn fram hjá Árna, en í sama bili riðu skotin af — því að veiðimennirnir sáu elginn, en veittu Árna ekki eftirtekt. Þetta var hryllilegt skot — það hitti Árna og varð honum að bana. Elgurinn féll einnig, en þegar veiðimennirnir komu til að hyggja að hvort hann væri dauð- ur, fundu þeir einnig lík Árna. Þegar Erlingur kom þekkti hann undir eins son sinn, og það sem síðan hefir kvalið hann daga og nætur er þetta: — Yar það kúlan úr byssunni minni, sem hitti son minn beint í hjartað? — Ég held, að svo hafi ekki verið, því að Erlingur hæfði ætíð það, sem hann miðaði á — og hann sá elginn. Síðan hefir Erlingur aldrei skotið úr byssu. Hann seldi jörð- ina sína, og réði sig á skútu til þess að komast eitthvað langt, lángt í burtu. Hann hélt í fyrstu, að hann myndi ekki lifa þessa sorg af, en það fór þó svo. Hann varpaði byssunni í sjóinn og herti sig upp. Eftir 15 ára siglingar langaði hann aftur heim til ættlandsins, en ekki vildi hann setjast að í átthögUm sínum í Austurdalnum, heldur tók hann sér bólfestu þar sem hann býr nú, og lagði nú fyrir sig að smíða stóla, sem síð- an eru við hann kenndir, og eru nú til á hverju heimili í nærliggj- andi sveitum. í frístundum sínum tínir hann ber og veiðir silung, en aldrei snertir hann á byssu. Oft gengur hann um fjöllin og leitar að fuglum og öðrum dýrum, er hafa særst af skotum veiðimann- anna, hann fer með þau heim til sín og læknar sár þeirra. Hann hefir læknað bæði héra og fugla, og sleppir ekki af þeim hendinni fyrr en þeir eru oðnir heil- brigðir“. Friðrik hafði hlustað á með mestu athygli, og hann hlakkaði nú æ meir til að fá að sjá þennan einkennilega mann, en góður spöl- ur var ennþá eftir að kofa hans. „Það er gaman að heimsækja Erling“, heldur Karl áfram, „og það gleður hann þegar einhver kemur, sérstaklega á veturna. Því að þá er ekkert að gjöra í skógin- um“. En nú eru þeir rétt komnir heim að kofanum, og aka þögulir síðasta spölinn, því báðir eru full-

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.