Vorið - 01.12.1941, Page 15

Vorið - 01.12.1941, Page 15
V O R I Ð 85 gengur að Erlingi og eru ráða- fáir. Karl situr stöðugt hjá sjúkl- ingnum, en Friðrik brynnir Blakk og gefur íkornanum að eta, 'sem auðsjáanlega er banhungraður. Hér verða þeir víst að dvelja fyrst um sinn. En á meðan þeir félagar hvísl- ast á um þann vanda, sem þeir voru staddir í, virtist sjúklingur- inn vera að vakna til lífsins. Karl verður þess var, að augu hans stara á sig, og fagnaðarbros fær- ist yfir hið föla andlit hans. „Árni!“ segir hann — „Árni, drengurinn minn — ég vissi að þú mundir koma. Vertu nú ekki hræddur við mig — nú er ég hættur að skjóta — ég sá þig ekki -----þú mátt ekki fara frá mér aftur!“ Hvað átti nú Karl að gjöra? Var ekki mest um vert, að veita sjúkl- ingnum þann sálarfrið, sem hann þráði svo mjög. Hann hélt auð- sjáanlega að þetta væri Árni son- ur sinn, sem dáinn var fyrir meir en 30 árum. Átti hann að segja honum hver hann væri og hverra erinda hann væri þar kominn? Nei — hann ætlaði ekki að taka þann fögnuð frá hinum sjúka manni, sem ljómaði nú í augum hans. Hann ætlaði að vera Árni sonur hans litla stund, og gefa sál hans þann frið, sem hún hafði þráð í 30 ár. Hann er öruggur. Hann tekur |)étt í hönd Erlirtgs, horfir inn í góðmannlegu augun hans og segir: „Það varst þú, sem skauzt elg- inn, pabbi! Það var ekki þín kúla, sem hitti mig! Það var annar maðui’, sem skaut mig. — Þetta er satt, pabbi minn“. „Þetta er satt — — — — —“, endurtók sjúklingurinn, og augun ljóma. „Loksins fékk ég að vita það! Ég þakka þér fyrir, að þú komst, Árni! Enginn nema Guð einn getur gert menn svo glaða, sem ég er nú!“ Hann krosslagði hendurnar og hné aftur niður á koddann. Karl og Friðrik stóðu þögulir og alvarlegir fyrir framan rúmið. Hvað áttu þeir að gei’a? Hvernig áttu þeir að koma boðum heim? „Ég held“, hvíslaði Karl, „að allir hljóti að vita, að eitthvað muni vera að, þegar við komum ekki heim í kvöld, og þá verður okkur send hjálp“. Síðan bjuggust þeir hljóðlega um, og ætluðu að vaka til skiptis. Þeir bættu stöðugt í ofninn, svo að alltaf var notalega hlýtt, þótt úti væri bæði stormur og rigning. Þeir sitja hljóðir og horfa í eld- inn, enginn veit hvað fyrir karrn að koma í nótt. „Af hverjum eru allar þessar myndir?“ hvíslaði Friðrik, og bendir á veggina í herberginu. „Þær eru allar af börnunum hér úr sveitinni", sagði Karl, „Hann var svo mikill harnavinur — og

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.