Vorið - 01.12.1941, Síða 16

Vorið - 01.12.1941, Síða 16
86 V O R í Ð þarna er Árni í miðjunni — þessi með skólahúfuna“. Friðrik hyggur betur að henni. „Hann er líkur þér“, hvíslaði hann. „Nei — en mér þykir vænt um að við komum“. — Nóttin dettur á. Karl situr einn við borðið. Dauft Ijós logar á lampanum og Friðrik sefur á dýnu, sem þeir höfðu komið fyrir á gólfinu. Karl var búinn að lofa að vekja hann klukkan 2, en hon- um finnst hann geta vakað alla nóttina, svo glaðvakandi er hann nú. 'Hann hlustar eftir andardrætti Erlings. Hitasóttin hlaut að hafa versnað, því að andardrátturinn var orðinn svo óreglulegur og tíður. Annars er allt hljótt. Karl lítur á klukkuna. Hún er að verða 12 á miðnætti. Honum er órótt innanbrjósts, en hann þekkir gott ráð, sem sefa mun hjartslátt- inn. Hann leggur lófana saman, hneigir höfði og fer með „Faðir vor“, hægt og hátíðlega. Síðan hallar hann sér fram á borðið, ákveðinn í því, að vaka- „Hvað? — Hver er að kalla?“ „Árni!“ heyrist kallað með biðjandi rómi, „komdu, — farðu ekki frá mér!“ Hvar er ég, hugsaði Karl hálf ringlaður. „Árni!“ segir röddin aftur. „Árni, Árni!" Nú mundi Karl allt á svipstundu. Hann hafði sofnað. Það var Erlingur, sem var að kalla. Hann flýtti sér að rúminu og tók í hönd sjúklingsins. í sama bili heyrir hann eitt- "■hvert þrusk fyrir utan. Hann heyrir greinilegt fótatak og hon- um finnst hann ætla að stirðna af hræðslu. Hefði hann verið vel vakandi, mundi hann efalaust hafa grunað, að nú væri hjálpin að koma heiman að. Það reynd- ist líka svo. Þegar drengirnir voru ekki komnir heim klukkan 12 á miðnætti voru sendir tveir menn að leita þeirri. í þreifandi nátt- myrkri og rigningu höfðu þeir brotist áfram svo hratt, sem þeir komust, og voru nú komnir alla leið upp að Króki. Þeir vissu undir eins, að hér var alvara á ferðum, er þeir sáu Karl vaka við rúmstokk Erlings og halda í máttvana hönd hans. Þeir Karl og Friðrik höfðu kom- ið á réttum tíma, seinna mátti það ekki vera, því að Erlingur í Króki dó þessa sömu nótt. Hann fékk aldrei-ráð eða rænu, en til hinnstu stundar hélt hann í hönd- ina — höndina hans Árna, sonar síns. Það spurðist brátt um sveitina, að Erlingur í Króki væri dáinn. Allir hrósuðu drengjunum, sem orðjð höffiu til þesp að hjýkra

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.