Vorið - 01.12.1941, Síða 20

Vorið - 01.12.1941, Síða 20
90 V O R I Ð um og út á engið, en á bak við það var vatnið. Nú var ís á vatninu, en samt sáu þau glampa á öldutoppa langt í burtu, þegar sólin skein á þá. „Hæ, hvert eruð þið að fara?“ spurði rostungurinn digrum rómi, um leið og hann rak hausinn upp um gat á ísnum. „Til Norðurpólsins að sækja hattinn hennar Elsu, sem ísbjörn- inn hljóp með þangað“, svaraði Eiríkur. „Þið megið setjast á bakið á mér, og ég skal synda með ykkur yfir, því að björninn getur ekki fylgt ykkur lengra“, sagði rost- ungurinn. Björninn rumdi og flýtti sér svo heim aftur, en rostungurinn kom alveg upp á ísinn og sagði: „Haldið þið ykkur nú fast, því nú látum við vaða á súðum!“ Börnin settust á bakið á honum, það var hált og gljáandi. Fyrst fóru þau yfir ísinn, en svo synti röstungurinn yfir vatnið með flughraða, þangað til hann kom að bakkánúm hinum megin. „Nú get ég ekki farið lengra með ykkur“, sagði hann og stakk sér undir ísinn. En allt í einu kom stór, gamall ísbjörn labbandi og sagði við þau: „Ég veit ósköp vel hvert þið er- uð að fara, þið ætlið til Norður- pólsins að sækja hattinn hennar Elsu, sem slæmi ísbjörninn hengdi upp á stóru pólstöngina. Ég þekki svo sem björninn, sem gerði þetta, það var hann bangsi minn, og sá fær sannarlega fyrir ferðina, þeg- ar ég næ í hann!“ „Eigum við langt eftir“, spurði Eiríkur, „við þyrftum helzt að vera komin heim um sjö-leytið“. — „Af því að þá eigum við að borða kvöldmat og sjá flugelda á eftir“, bætti Elsa við. „Komið þið bara með mér“, sagði góði björninn. „Ég skal hjálpa ykkur“. Brátt komu þau að hæð einni, þar sem snjórinn myndaði ágætis sleðabraut niður. ísbjörninn sett- ist í snjóinn og sagði: „Haldið ykkur fast í mig og svo rennum við okkur beina leið til Norðurpólsins! “ Tvíburarnir skemmtu sér ágæt- iega, þetta var prýðilegasta sleða- ferð, þau hlógu og gerðu gaman að öllu, en svo stöðvuðust þau — nú gátu þau séð Norðurpólinn, sem var merktur með hárri stöng, en efst á toppnum á henni hékk hatturinn hennar Elsu! „Sjáðu, Elsa, þarna er hattur- inn þinn!“ hrópaði Eiríkur. Þau gengu að stönginni, en þeim brá í brún, því að hún var svo há og öll úr ís, að þau gátu alls ekki náð hattinum. „Æ, ég er svo svöng, og mér ér ískalt“, sagði Elsa. — „Ég vil fara heim til mömmu!“ „Já — en fytst úerðum við þó íjó ná í hattinn þinn“, sagfii Eh

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.