Vorið - 01.12.1941, Side 24

Vorið - 01.12.1941, Side 24
94 V O R I Ð hallir springa í loft upp, húsin hrynja og brenna, og fólkið ferst í tuga og hundraðatali. Enginn munur er gerður á konum, börn- um og hermönnum, allir farast jafnt. — Skrautbúnum skipum, fullum af dýrum varningi, sökkva þessar flugvélar í djúp sjávarins, og allstaðar valda þær ógurlegri eyðileggingu. Allt skeður þetta vegna þess, að mennirnir eru ekki nógu vel uppaldir, ekki nógu rétt- látir og góðir, og svona ömurleg- ur verður heimurinn þangað til mennirnir verða nógu góðir. Finnst ykkur ekki, börnin góð, þetta stríð vera ógurlegt brjál- æði? Jú, jú, sögðu öll börnin. Hugsið ykkur að þið sæjuð tíu skip eins og „Esju“ í einum hóp. Ykkur mundi þykja'það falleg sjón. En ef þið sæjuð nú hundi’að slík skip í einni höfn, þá væri það þó enn langtum tilkomumeiri sjón. Mundi ykkur ekki þykja óttalegt að sjá þeim öllum sökkt? Nú er hundrað og kannske tvö hundruð skipum sökkt hvern einasta mánuð, og sum þeirra eru miklu stærri en „Esja“ og flést eru þau full af nauðsynjum og dýrmætum varningi. Og svo eru borgirnar brenndar og eyðilagðar, og fólkið drepið í þúsundatali. Er ekki þetta brjálæði? Jú, jú, svöruðu öll börnin. Eigum við að fara út í lönd og segja við Hitler, Mussolíni og Churchill að þetta stríð sé ógur- legt brjálæði, það hljóti allir heil- vita menn að sjá, þeir skuli því hætta að berjast? Haldið þið, að þeir muni hætta að berjast? Nei, sögðu börnin ákveðið. Nei, það er einmitt þetta, sem gerir allan vandann, menn vita og viðurkenna að eitt og annað er ljótt og rangt, já, brjálæðislega vitlaust, en hafa ekki siðferðilegt þrek til þess að gera hið rétta og fagra. Fyrir nokkru gekk ég framhjá verzlunarbúð í litlu kauptúni. Þar stóðu nokkrir drengir í hnapp og töluðu ljótt. Blót og formælingar — ógeðslegt og ljótt orðbragð. Ef eg hefði nú gengið til drengjanna og sagt: drengir mínir, það er ljótt að blóta, þið eigið ekki að venja ykkur á þetta ljóta orð- bragð, þá getur vel verið að þeir hefðu viðurkennt þetta. En hald- ið þið að drengirnir hefðu hætt að tala Ijótt? Nei, sögðu börnin. Nei, því er nú ver. Þetta er meinið. En nú skulum við athuga þetta ofurlítið nánar, börnin góð. Ef þið, unglingarnir, vitið, að það er Ijótt að temja sér blót og for- mælingar og jafnvél að segja ó- satt, en getið þó ekki hætt við slíkan ósið, getum við þá vænst þess, að þjóðirnar leggi niður hið stóra ljóta, eins og til dæmis stríð- in, ef við getum ekki vanið okkur áf þessu ljóta, sem minpa . er?

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.