Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1907, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.01.1907, Blaðsíða 8
4 B .1 A R M I Hallgrímur Pétursson. »Frá því barnið biður fyrsta sinn blitt og rótt við sinnar móður kinn, og til þess gamall sofnar siðsta blund — svala Ijóð þau liverri hjartans und«. Matth. Joch. Ekki yerðursálmum vors ástfólgna sálmaskálds Hallgríms Péturssonar betur lýst í fám orðum en gerl er í þessu gullfallega erindi úr hinu á- gæta minningarkvæði síra Mattli. Joch.; það kvæði ælli hvert barnið að læra og kunna og syngja. Já, vist eru sálmar Hallgríms Pét- urssonar ómetanlegt hnóss hverjum trúuðum manni. Þeir eru vögguljóð biðjandi barna, luiggunarljóð og bænarmál hinna fullorðnu og um fram alt dýrðarsöngur dej'jandi manna. Það er samhljóða vilnisburður allra trúaðra manna, að livað sem þeir svo lesi af sálmum og prédik- unum annara íslenzkra kennimanna, þá finni þeir íljótt, að fáir þeirra hafi haft þann lykil að náð og þekkingu drottins vors Jesú Krísts, sem Ilall- grímur Pétursson hafði; fáir hafi svo innilegan kærleika lil frelsarans, fáir eins barnslegt trúartraust, fáir svo heitan bænaranda, fáirsvodjúp- an skilning á því, sem er kjarni kristíndómsins. Hér er ekki rúm til að rekja all- an æfiferil síra Hallgrims, enda er fæstaf því markvert, sem vérvitum um hann, nema jiað, sem á einhvern hátt sluðlaði að þvi, að hann varð íslenzku kirkj- unni og þjóðinni sá nyt- semdarmaður, sem fram hefir komið. Hann er fæddur árið 1614. Siðabót Lúters var þá í beztum blóma hér á landi. Guðbrandur bisk- up Þorláksson á Hólum var þá enn uppi, sem frægastur er og mestur af öllum frumkvöðlum sið- bótarinnar hér á landi. Hann var búinn að ljúka æfistaríi sinu að mestu, búinn að þýða alla biblí- una á islenzku og gefa hana út; þar að auki var hann búinn að gefa út tvær sálmabækur lil notkunar í kyrkjum og heimahúsum; voru þeír sálmar lleslir þýðingar á sálmum siðhótarmanna og margir voru lika frumsamdir. Hann lét og þýða og gefa út fjölda af andlegum ritum þýzkra guðfræðinga, sem fullir voru af Ijöri og andagift siðabótarinnar, Skólinn á Hólum var lika undir stjórn Guðbrands biskups, og fer jiað að likindum, að bið andlega líf, sem siðbólinni fylgdi, hafi verið fjör- ugt þar. Hallgrímur Pétursson ólsl því upp við sögur heilagrar ritning- ar og sigursöngvar og lofsöngvar Hallgrímur Pétursson.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.