Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1907, Blaðsíða 9

Bjarmi - 15.01.1907, Blaðsíða 9
B .1 A R M I 5 mótmælenda voru vögguljóðin lians. Guðbrandur biskup gerði Pétur, föður síra Hallgríms, að hringjara á Hólum og þá fylgdi Hallgrimur föð- ur sinum þangað. Frændsemi var með þeim og biskupi og studdi það eflaúst að þvi, að biskup tók ást- fóstri við drenginn og lét hann ganga i skólann. En þó skólavistin yrði ekki löng, né samvistin við Guð- brand biskup, þá getur ekki hjá þvi farið, að þessi dvöl hans á Hólurn með frænda sínum hafi orðið vísir- ínn til þess, er síðar kom fram í lífi hans. »Lengi man það, er ungur getur«. En nærri lá að hann týndist bæði úr þjónustu guðs og föðurlandsins. Hann sigldi skyndilega til Kaup- mannahafnar. Þar hitti svo Brynj- ólfur Sveinsson liann, sem þá var meistari, en síðan biskup; var hann þá á vist með járnsmið einum þar i borginni. Brynjólfur tók þá svein- inn að sér og kom honum, 18 ára gömlum, í Frúarskóla i Kaupinanna- liöfn. Svona hagaði drottinn því, að Hallgrimur yrðí mætur kenni- maður og andríkt sálmaskáld, en hvorki járnsmiður né neitt annað. Svo tók hann skjólum framförum i skólanum, að hann lauk þar námi á fjórum ártim. Að þeim árum liðnum hvarf hann aftur heim til íslands og var em- bættislaus nokkur ár, þangað til Brynjólfur biskup vígði hann til Hvalsnessókna (1644). Pá var hann kovninn í þjónustu drottins. En drottinn var ekki hú- inn að iaga þennan gimstein sinn til fullnustu. Hann lét hann ganga i þungan reynsluskóla og þyngsta liölið var heilsuleysið. Ilann varð holdsveikur, og þrengdi sú veiki svo að honum, að hann varð að hælta jnests starfi; en frá þessum þrauta- árum hans eru Passíusálmarnir og öll fegurstu trúarljóðin lians. Drott- inn kendi honum í skóla mótlælis- ins það, sem hann átti ónumið í hinum skólunum. Hann dó 27. okt. 1674 og lýsa andlátssálmar hans því bezt, hvað hann var þá þjáður; en þeir lýsa því líka bezt, hvað hann bar vel mótlætið, eins og kristilegri hetju samir. Grímur Tliomsen lýsir honum þannig framan við útgáfu sína af sálmum og kvæðum Hallgríms Pjet- urssonar: »Enginn al’ sálmaskáldum vorum nær honum að þessu tvennu: há- leitri einfeldni og tilbreytni hug- myndanna. Hann heggur ekki oft í sama farið og er sannur meistari í því að heimfæra trúarlærdómana og hina lielgu sögu upp á atburði mannlífsins, sveigja henni að tilíinn- ingum mannsins, finna nýjar hliðar á því alþekta og gefa hinu hvers- dagslega helgidagsblæ. Ellegar hann safnar ljósgeislum heilagrar ritning- ar í einn ljóskjarna eins og í 48. passiusálmi um Krists siðusár, sem máske auk ífksöngssálmsins: Alleiixs og blómstrið eina, er hans fagrasti sálmur. Höfuðeinkenni á kveðskap hans er |)ó hin lifandi trú og traust á guðdóminum, hin sanna auðmýkt undir guðs vilja og hin brennandi elska til skapara sins og lausnara. Raunar er Hallgrímur ekki eins trúar;glaðiir eins og Gerhardt, en þetta keinur meðfram af ytri ástæð- um hans; andagiftin er fult eins mikil«. — Brennandi kærleikur til frelsar- ans er hinn sanni ávöxtur siðabót- arinnar, eins og hún var aó upp- hafi og hjá hverri þjóð, sem tók við siðbótinni, voru uppi sálmaskáld, svipuð sira Hallgrimi, t. d. Páll

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.