Bjarmi - 15.01.1907, Síða 11
B J A R M I
7
Áhrif brendrar biblíu.
Ungfrú L. varpaði vingjarnlegri
kveðju á Tómás Evans og konu
hans, og mælti um leið: »Eg er á
ferð um sveitina mína, til þess að
grenslasl eftir, hvort nokkurs sé
vant á heimilunum og sérstaklega,
hvort biblian sé til á hverju heimili«.
Þegar hún nefndi biblíu, þá taut-
aði húsbóndinn eitthvað fyrir munni
sér, en kona hans Jóhanna brá lit-
um, því að hún vissi, að manni
hennar var illa við biblíuna og vildi
ekki af henni vita á heimilinu.
Engum varð neitt að orði, svo ung-
frú L. tók aftur til máls: wHvernig
líður yður, Evans? Haíið þér bibl-
íu á heimilinu yðar?
Jóhanna ætlaði að reyna að svara
einhverju, en þá tók maður henn-
ar heldur hranalega fram í fyrir
henni, og mæltií »Eg hefi enga
bibliu á mínu heimili og ætla mér
ekki að liafa neina framvegis«.
»Enga bibliu!« mælti ungfrú L.,
»það hryggir mig nrjög, því að ég
trúi því, að heill hvers heimilis sé
undir því komin, að menn lesi guðs
orð og færi það sér í nyt. En hvers
vegna hafið þér óbeit á bibliunni,
Evans? Eg hefi aldrei heyrt getið
um, að af henni hafi stafað nokk-
urt tjón; en hitt veit ég aftur á
móti, að hún hefir orðið fjölda
manna lil óumræðilegrar blessunar«.
Þá mælti Tómas: »Ég tek það
upp aftur, sem ég áður sagði, það
er engin biblia til á mínu heimili
og mér kemur ekki til hugar að
hafa hana«.
»Þér viljið, ef til vill, ekki fleygja
fé yðar út fyrir hana«, mælti ung-
frú L.; »ég skal heldur ekki telja
yður á að kaupa þá hók, sem þér
viljið ekki kaupa, en ég skal gel'a
yður eina biblíu«.
»Gerið þér svo vel«, mælti hún
og lagði biblíu, i snotru bandi, á
borðið, ég ætla að skilja þessa eftir;
þér þiggið hana af mér að gjöf,
eða er ekki svo?«
»Þér getið skilið liana eftir, ef
yður sýnist svo«, svaraði Tómas,
»en ég liefi nú lalað það, að engin
biblia skuli vera á minu heimili og
það stendur«.
»Ég veit þér viljið þó lofa mér
að skilja hana eftir hjá yður?«
»0-já, látið þér hana bara liggja
eftir, en það er eins víst og þér sjáið
eldinn þarna, að ég fleygi henni
í hann jafnskjótt sem þér eruð kom-
in út úr dyrunum; ég er maður,
sem stendur við orð síu«.
Iíona hans titraði öll af geðs-
hræringu, en ungfrú L. horfði á
hann rólega og mælti: »Ég ætla að
láta bókina liggja þarna, en þér
gerið við hana, það sem yður sýn-
ist; en guð geli, að þessi bók megi
verða verkfæri í hendi hans yður
til sáluhjálpar«.
Að svo mæltu bað hún til guðs
í hljóði, að hann, sem alt megnar,
miskunnaði þessum manni og léti
nú orðið sitt verða til að snúa hon-
um. Þvi næst kvaddi hún og fór
leiðar sinnar.
Jafnskjótt sem hún var farin, gekk
Tómas að borðinu, tók bókina sér
í liönd, hélt á henni með útréttum
armi og mælti: »Ég stend við orð
mín, jiessi bók skal ekki verða á
mínu heimili stundu lengur, mér til
ama og óróa«. Síðan íleygði hann
henni i eldinn.
Reykjarstroku lagði upp af bók-
inni; eldtungurnar léku um hana
og runnu svo saman í bjart bál á
arninum; en Jóhanna grél og gekk
hljóðlega lit úr herberginu.
En um leið og hún opnaði hurð-
ina, þá lagði súg að eldinum inn