Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 31.01.1907, Qupperneq 8

Bjarmi - 31.01.1907, Qupperneq 8
16 B J A R M 1 í Vesturálfunni. — Biblíufélagið hefir látið þýða alla biblíuna eða hluti liennar á 390 tungumál. Árið, sem leið, gaf það út nærri því 0 milljónir eintaka af ritningunni, en alls hefir það gefið út 192,537,746x eintök hennar (af þeim 77 milljónir á ensku). Það studdi árið, sem leið, 930 um- ferðasala og um 700 kristnar biblíu- konur í heiðnum löndum til að út- breiða hana. — I ófriðnum milli Rússa og Japana lét það úlbýta um 350 þúsund eintökum í herbúðum, sjúkrahúsum og fangelsum. — Van- trúnni gengur seint að útrýma biblí- unni. (Bible in the World). Erfiðleikarnir. Eins og geta má nærri, eru þessar bibliuþýðingar af- ar vandasamt verk, einkuin þar sem mál ýmsra villiþjóða vanta orð, sem tákni fyllilega ýmsar hug- myndir biblíunnar, og lílil yfirsjón þýðanda eða setjara getur valdið ó- þægilegum misskilningi. — Þegar Matteusar guðspjall var t. d. í fyrsta skifti gefið út á Indíánamáliö Mic- x) Sú tala er svo há, að maður, sem ætti að telja þann bókaíjölda, yrði að þvi rúm 8 ár, þótt hann teldi 100 á hverri mínútu og ynni 10 tíma hvern einasta dag. mac, stóð í 24. kapítula 7. v.: »Snjó- skór mun rísa gegn snjóskóm«, í staðinn fyrir: »Þjóð mun rísa gegn þjóð«. Og þó var ekki nema einn stafur rangur: náooktákumiksjik (snjóskór) í staðinn fyrir: náooktu- kumiksjik (þjóð). — Þó var enn lakara, þegar þeir prentuðu »harma- grútur«í staðinn fyrir »harmagrátur«. Vöxtur kristindómsins. í lok 1. aldar 50,000 1 lok 2. aldar ... 2,000,000 í lok 3. aldar ... 5,000,000 í lok 4. aldar ... 10,000,000 í lok 5. aldar ... 15,000,000 í lok 6. aldar ... 20,000,000 í lok 7. aldar ... 25,000,000 í lok 8. aldar ... 30,000,000 í lok 9. aldar ... 40,000,000 í lok 10. aldar ... 50,000,000 í lok 11. aldar ... 70,000,000 1 lok 12. aldar ... 80,000,000 í lok 13. aldar ... 75,000,000 í lok 14. aldar ... 80,000,000 t lok 15. aldar ... 100,000,000 í lok 16. aldar ... 125,000,000 í lok 17. aldar ,... 155,000,000 í lok 18. aldar .... 200,000,000 í lok 19. aldar ... 400,000,000 (Presbyterian Iland-book). SAMEININGIN, mánaðarrit liins ev.lút. kyrkjuf. í Vesturheimi. Ritstjóri: sira Jón Bjarnason i Winnipeg. Hvert nr. 2 arkir. Barnalilaðið »Börnin« er sérstök deild í »Sam.« undir ritstjórn síra N. Steingríms Porlákssonar. Verð hér á landi kr. 2,00. Fæst hjá cand. S. Á. Gíslasyni i Reykjavík. IVÝTT KYRIÍJUBLAÐ, hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristi- lega menning, 18 arkir á ári, verð 2 kr., í Vesturheimi 75 cents. Útgefendur Jón Helgason og Þórhallur Bjarnarson, prestaskólakennarar. BJARMI, kristilegt heimilisblað. Kemur út tvisvar i mánuði. Kostar hér á landi 1 kr. 50 a. og 75 cent i Ameríku. Borgist fyrir 1. október. — Útsendingu og afgreiðslu annast bókbindararnir Bjarni ívarsson og Jónas Sveinsson, Laugaveg 24, talsimi 118. Einnig yeita þeir móttöku borgun fyrir blaðiö. Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Njálsgötu 33 Reykjavík. Prehtsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.