Bjarmi - 26.02.1907, Blaðsíða 5
B J A R M I
29
fór að fást við lækningar, að þetta
lyf hefir gjört kraftaverk, þegar menn
hafa notað það«.
Þessi atburður er sannur. Það er
skamt síðan læknirinn dó, en lyfið
hans höfum vér enn með höndum,
Það skaðar engan, þótt hann reyniþað.
Sælir eru þeir, sem í Drottni eru dánir.
i.
Hinn 16. febr. andaðist Rósa Lúð-
vígsdóttir, kona Bjarna Jónssonar
kennara og ritstjóra »Bjarma«. Hún
var fædd 30. apríl 1861. Ætt hennar
er mest öll af Austurlandi og þar
dvaldi hún mikinn hluta æfi sinnar.
Eg hafði kynni af Rósu sálugu, þeg-
ar ég var unglingur, og fáar konur hef
ég þekt dagfars betri og lundþýðari
en hún var. Hún var hinn mesti
snillingur í öllu, er hún lagði hönd
að, og vel gefin að öllu leyti.
Hún kvæntist eftirlifandi manni
sínum 1894, þau eignuðust 3 dætur,
sem eru allar á lífi.
Mikinn hluta æfi sinnar átti liún
i höggi við heilsuleysi og oft voru
ytri kjör hennar erfið. En lnin har
þjáningar sínar með stakri rósemi
og undirgefni undir guðs vilja.
Hún varpaði sér örugg í faðm
frelsarans, þar var henni ljúft að
lifa og stríða, og kraftur hans var
máttugur i veikleika hennar.
Ekkert fékk slitið hana úr hendi
hans, sem ber umhyggju fyrir oss,
ekki sjúkdómur hennar eða sorgir,
já, ekki dauðinn sjálfur, því með
Kristi er dauðinn líf, Hún lét reynslu
sína í þessu lífi draga sig nær guði.
Með bæn á vörum barðist hún
við síðasta óvininn og gekk vonglöð
inn í fögnuð guðs barna.
»Sá, sem trúir á soninn, mun lifa,
þótt hann deyi«.
II.
Öllum þeim, sem jafnaðarlega vitja
sjúklingaísjúkrahúsinu kaþólskahér i
bænum, mun lengi vei'ða liún minnis-
stæð, unga stúlkan bjartleita, sem um
lengri tíma — mest allann tímann frá
því er sjúkrahúsið var stofnað —lá
þar og þjáðist oft mikið.
Þessi stúlka hét ólöf Sveinsdóttir
og var ættuð úr Mýrdalnum.
Á barnsaldri kendi hún sér þess
meins, er varð banameinið hennar
(berklaveiki). Fluttist hún því
snemma burt frá æskustöðvum og
ástvinum sínum í sjúkrahús Reykja-
víkur.
Þar dvaldi hún árum saman í
rúminu sínu, þangað frétti hún lát-
ið hennar móður sinnar, og þar
fékk hún einnig vitneskju um það,
að sjúkdómur liennar væri ólækn-
aridi.
Hún var ung og llesta unga lang-
ar til að lifa. Ég kom oft til henn-
ar, en varð ekki vör við hina minstu
óánægju með kjörin, sem virt-
ust erfið. Og ekkert fékk myrkvað
bjarta svipinn á andliti hennar, af
þvi að náðar og gleðisól frelsarans
lýsti og vermdi hjarta hennar.
Og nú er hún dáin — bjarta and-
lilið föla og tærða er horfið af kodd-
anum. Við, sem kyntumst lienni,
gleðjumst af hjarla yfir þvi, að
þreytta barnið er nú komið heim
til föðurhúsanna,
Það er sælt að sofna í faðmi Jesú.
Guðrún Lárusdótlir.
»Feldur em eg við foldu
frosinn og má ei losast;
andi guðs á mig andi,
ugglaust mun eg þá huggast«.
(J. H.)